Landsbankinn selur alla hluti sína í Landsafli


Landsbanki Íslands hf. hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum Landsbankans í Landsafli hf. eða sem samsvarar 80% af útgefnum hlutum í Landsafli hf.
 
Heildarvirði alls félagsins í viðskiptunum nemur tæpum 19 milljörðum króna og hefur salan jákvæð áhrif á eigið fé Landsbankans sem nemur u.þ.b. 3.500 milljónum króna.
 
Landsbankinn var einn af stofnaðilum Landsafls  með 20% hlut árið 1998. Landsbankinn eignaðist 100% hlut í félaginu í október 2003 og seldi 20% hlut til Burðaráss hf. árið 2005. 
 
Landsafl er fasteignafélag sem fyrst og fremst sérhæfir sig í eignarhaldi, umsýslu, rekstri og útleigu fasteigna. Markmið félagsins er að eiga og reka fasteignir í langtíma- og/eða skammtímaútleigu.
 
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með sölunni.
 
Nánari upplýsingar veita Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, s. 898 0177, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður Eigin Fjárfestinga, s. 410-7321