Viðskiptavakt með hlutabréf Actavis Group hjá Glitni banka


Þann 25. mars 2005 var tilkynntur samningur sem Actavis Group hf. gerði við Glitni banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu og skráð eru í Kauphöll Íslands. Samningurinn tók gildi frá og með 1. apríl 2005. Tilgangur viðskiptavaktar er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands hf. 

Samningsaðilar hafa ákveðið að gera breytingar á umræddum samningi þess efnis að hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum skuli ekki vera meiri en 1%, í stað 1,5% eins og áður var. Að öðru leiti stendur samningurinn óbreyttur.  Umrædd breyting tekur gildi frá og með 8. mars 2007.