Yfirtökutilboð í Vinnslustöðina væntanlegt


Eftirtaldir hluthafar sem samtals eiga 50,04% hlut í Vinnslustöðinni hf. hafa
gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur Vinnslustöðvarinnar hf. 

Nafn	                     Kennitala	Eignarhlutur
Seil ehf, 	           560103-3010	23,93%
Öxnafell ehf, 	           710306-1250	6,23%
Leifur Ársælsson	           100731-4019	6,16%
Kristín Elín Gísladóttir	  261147-3359	3,44%
Gunnar Jónsson	           180140-3609	1,93%
Haraldur Gíslason	           250242-3879	1,70%
Guðrún Svava Gunnlaugsd.	  151268-3749	1,60%
Ólöf Elín Gunnlaugsdóttir	  150378-4359	1,60%
Ellý Rannveig Gunnlaugsd.	  070671-2989	1,60%
Sölvahamar ehf.	           710806-1280	1,50%
Lending ehf.	           641195-2279	0,27%
Sigurgeir B. Kristgeirsson	  031260-3889	0,08%
	                    Samtals	50,04%

Af 37. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti, leiðir að þeim er þar með
skylt að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð.  Tilboð í samræmi við ákvæði
laganna verður sett fram innan fjögurra vikna. 

Yfirtökutilboðið verður gert á genginu 4,6 sem er sama gengi og var í síðustu
viðskiptum í OMX/Kauphöll Íslands fyrir undirskrift þessa samkomulags.  Fyrir
liggur tillaga stjórnar til aðalfundar um greiðslu á 30% arði. Tilboðið verður
gert eftir aðalfund félagsins þann 4. maí 2007 og að því gefnu að tillagan
verði samþykkt þá samsvarar tilboð þetta genginu 4,9 miðað við núverandi gengi. 

Í kjölfarið munu ofangreindir aðilar óska eftir því við stjórn
Vinnslustöðvarinnar hf. að hlutabréf hennar verði afskráð úr OMX/Kauphöll
Íslands hf. 

Kaupþing banki hf. mun annast ráðgjöf og umsjón með gerð yfirtökutilboðsins.




Frekari upplýsingar: 
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri, í síma 488 8004 og 897 9607

Attachments

vinnslustoin.pdf