- Icebank tekur 19 milljarða króna lán


Icebank tekur 19 milljarða króna lán - mikil umframeftirspurn meðal fjárfesta: 
Stærsta sambankalán í sögu Icebank

Icebank undirritaði í dag 217 milljóna evra sambankalán hjá 34 evrópskum bönkum
sem samsvarar 19 milljörðum íslenskra króna. Vegna mikillar umframeftirspurnar
og fjölda áhugasamra fjárfesta er endanleg fjárhæð lánsins rúmlega tvöfalt
hærri en Icebank leitaði eftir. Þessi niðurstaða staðfestir það mikla traust
sem Icebank nýtur erlendis og er stjórnendum bankans hvatning í áframhaldandi
vexti bæði á Íslandi og erlendis. 

Undirritun lánasamninga fór fram í Berchtesgaden í Þýskalandi.

Lánið, sem er til þriggja ára, var boðið út 8. mars sl. og voru viðtökur strax
mjög góðar. Vaxtaálag er 0,46% og í samræmi við þau kjör sem íslenskir bankar
njóta um þessar mundir. Lánsfénu verður varið til að endurfjármagna eldri lán
og fjármagna áframhaldandi vöxt bankans. 

„Mikil umframeftirspurn meðal evrópskra fjárfesta endurspeglar mikið traust
þeirra á bankanum. Viðtökurnar eru hvatning fyrir okkur og bjóða upp á fjölmörg
áhugaverð tækifæri í samræmi við stefnumótun bankans. Á síðasta ári skiluðum
við bestu afkomu í sögu Icebank og er bankinn nú vel í stakk búinn til frekari
vaxtar,“ segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank. 

Lánið leiddu fjórir öflugir evrópskir bankar: þýski bankinn BayernLB, Fortis
Bank í Belgíu, HSH Nordbank í Þýskalandi og austurríski bankinn Raiffeisen
Zentralbank (lista yfir aðra lánveitendur má sjá hér að neðan). 


Nánari upplýsingar veita:
Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri í síma 540 4000.
Agnar Hansson, framkvæmdastjóri fjárstýringar, í síma 540 4000.


Icebank er viðskiptabanki sem leggur áherslu á heildsölu- og
fjárfestingarbankastarfsemi fyrir almenn fyrirtæki, fjármálafyrirtæki,
fagfjárfesta og aðra stærri aðila. Bankinn er í eigu allra sparisjóða í
landinu. 

 
Aðrir lánveitendur: 

Lead Arrangers:
Commerzbank International S.A.
Landesbank Baden-Württemberg, London Branch
Natixis
Norddeutsche Landesbank Luxembourg S.A.
The Bank of Tokyo-Mitsubishi UFJ, Ltd.
Zürcher Kantonalbank

Arranger:
Sumitomo Mitsui Banking Corporation Europe Ltd.

Lead Manager:
Banca Monte dei Paschi di Siena SpA, London Branch
Banque et Caisse d'Epargne de l'Etat, Luxembourg
Bayerische Hypo- und Vereinsbank AG
Chang Hwa Commercial Bank, Ltd., London Branch
Geral de Depósitos, S.A. - Sucursal Financeira Exterior
DZ BANK AG Deutsche Zentral-Genossenschaftsbank, Frankfurt am Main
Landesbank Saar
WGZ Bank AG Westdeutsche Genossenschafts-Zentralbank

Manager:
American Express Bank GmbH
Arbejdernes Landsbank
BRE Bank SA
Dresdner Bank AG
Erste Bank der oesterreichischen Sparkassen AG
Mega International Commercial Bank Co. Ltd. Offshore Banking Branch
National Bank of Egypt (UK) Limited
Oberbank AG
Raiffeisenlandesbank Burgenland und Revisionsverband registrierte
Genossenschafte mit beschränkter Haftung 
Salzburger Landes-Hypothekenbank Aktiengesellschaft
Sparebanken Øst
Raiffeisenlandesbank Kaernten - Rechenznetrum und Revisionsverband registrierte
Genossenschafte mit beschränkter Haftung 
Banco Popolare di Verona e Novara S.c.r.l., London Branch
Raiffeisenlandesbank Niederösterreich-Wien AG