- 3 mánaða uppgjör 2007


Hagnaður samstæðu SPRON 4,7 milljarðar króna eftir skatta

Arðsemi eigin fjár 54% á ársgrundvelli



Helstu niðurstöður úr rekstri og efnahag fyrsta ársfjórðungs 2007:

•  Hagnaður af rekstri SPRON samstæðunnar eftir skatta var 4.690 millj. kr. á
fyrstu þremur mánuðum ársins og jókst um 318% frá sama tímabili síðasta árs. 

•  Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 54,0% á ársgrundvelli.

•  Hreinar rekstrartekjur námu alls 6.714 millj. kr. sem er 203% aukning frá
sama tímabili síðasta árs. 

•  Vaxtamunur sparisjóðsins er 1,0%.

•  Niðurstaða efnahagsreiknings var 194.151 millj. kr. í lok mars 2007 og hafa
heildareignir hækkað um 5,2% frá áramótum. 

•  Heildarútlán til viðskiptamanna SPRON námu 134.536 millj. kr. í lok mars og
hækkuðu um 4,9% frá áramótum. 
 
•  Heildarinnlán SPRON námu alls 58.336 millj. kr. og hækkuðu um 3,1% frá
áramótum. Innlán sem hlutfall af útlánum til viðskiptamanna námu 43%. 

•  Eigið fé í lok mars nam 30.516 millj. kr.
 
•  Eiginfjárhlutfall (CAD) SPRON samstæðunnar í lok ársins var 11,8%.
Lágmarkshlutfall samkvæmt lögum er 8,0%.  Eiginfjárþáttur A er 25,8%. 

•  Árshlutareikningurinn er birtur í samræmi við alþjóðlegar reglur um gerð
samstæðureikningsskila (IFRS). 

 

Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri:

 „Afkoma SPRON er sterk á fyrsta ársfjórðungi og er hagnaður eftir skatta 4,7
milljarðar króna sem er næst besta afkoma SPRON á einum ársfjórðungi í 75 ára
sögu fyrirtækisins. Lögð hefur verið áhersla á að fjölga afkomueiningum  til
þess að renna enn styrkari stoðum undir tekjustreymi fyrirtækisins og gekk
rekstur dótturfélaga SPRON, Frjálsi fjárfestingarbankinn, Netbankinn og SPRON
verðbréf vel á tímabilinu. Ennfremur skila hlutdeildarfélög og fjárfestingar
SPRON góðri arðsemi.  Eigið fé SPRON er 30,5 milljarðar króna og heildareignir
samstæðunnar nema rúmlega 194 milljörðum króna. Vaxtamunur sparisjóðsins var
1,0% og lækkuðu hreinar vaxtatekjur um 17% á tímabilinu. Jafnframt voru vanskil
í sögulegu lágmarki. Rekstrarhorfur félaga í samstæðu SPRON á árinu eru
jákvæðar og allar forsendur til þess að rekstur SPRON haldi áfram að dafna.” 


Frekari upplýsingar veitir: 
Guðmundur Hauksson
sparissjóðsstjóri
Sími: 550 1200.

Attachments

frettatilkynning spron 31.03.2007.pdf arshlutareikningur spron 310307_enskur.pdf arshlutareikningur spron 310307_isl.pdf