- Sameiningu Hf. Eimskipafélags Íslands og Eimskipafélags Íslands ehf. lokið


Sameiningu Hf. Eimskipafélags Íslands og Eimskipafélags Íslands ehf. er
formlega lokið. Sameiningin miðast við 1. nóvember 2006. Skuldabréf
Eimskipafélags Íslands ehf., sem skráð eru í OMX Kauphöll Íslands, verða færð
yfir á Hf. Eimskipafélags Íslands í kjölfarið. Þessi sameining hefur ekki
frekari áhrif á félagið. 

Nánari upplýsingar: Stefán Ágúst Magnússon, fjármálstjóri Eimskips, s: 525 7200

Um Eimskip
Eimskip býður viðskiptavinum heildarlausnir í flutningum, þ.m.t.
skipaflutninga, flugflutninga og landflutninga, með sérstakri áherslu á
hitastýrða flutninga og geymslu, Eimskip rekur 184 starfsstöðvar í yfir 30
löndum. Fyrirtækið er með 40-50 skip í rekstri, 25 flugvélar, 1.350
flutningabíla og tengivagna og yfir 100 frystigeymslur. Starfsmenn eru um
9.500.