2006


Ársreikningur Sveitarfélagsins Álftaness  fyrir árið 2006 var tekinn til fyrri
umræðu í Bæjarstjórn Álftaness þann 15.maí. Reikningurinn verður tekinn til
síðari umræðu 29. maí n.k. 

Helstu frávik rekstrar A og B hluta


Rekstrarniðurstaða samantekins ársreiknings A- og B- hluta fyrir árið 2006
sýnir halla upp  á 320 m.kr. samanborið við  48 m.kr. halla samkvæmt 
endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Stærstu frávikin sem urðu á rekstri
sveitarfélagsin liggja í Eignasjóði eða um 109 m.kr. sem skýrist annars vegar
vegna bakfærslu á söluhagnaði lóðar frá fyrra ári, að fjárhæð 52 m.kr. og hins
vegar vegna frestunar á sölu lóða.  Þá hækkuðu útgjöld til fræðslu-og
uppeldsimála um tæpar 60. m.kr. umfram það sem gert var ráð fyrir í
endurskoðaðri áætlun.  Hækkun lífeyrisskuldbindingar var rúmum 10 m.kr. meiri
en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnsliðir fóru 73 m.kr. fram yfir áætlun. Þá
urðu ýmsir aðrir liðir 20 m.kr. óhagstæðari en 
samkvæmt áætlun.    


Helstu frávik fjárfestinga A og B hluta

Heildarfjárfestingar A- og B hluta (brúttó) urðu 446 m.kr. á árinu 2006 eða 120
m.kr. meiri en áætlað hafði verið.  Þar munar mestu um að ekki varð að
eignarsölu að fjáhæð 120 m.kr. sem áætlun lagði upp með. 


Efnahagur A og B hluta

Heildarskuldir samantekins ársreiknings A og B hluta a.t.t.t.
lífeyrisskuldbindingar hækkuðu milli ára úr 1.031.436 m.kr. í árslok 2005 í
1.676.839 m.kr. í árslok 2006. Hækkunin skýrist af nýjum lántökum að fjárhæð
444 m.kr, 55 m.kr. vegna innborgana á lóðarsölu  og af áföllnum verðbótum og
gengistapi langtímalána. 


Framtíðarhorfur

Til að stemma stigu við hallarekstri ársins 2006 hafa forráðamenn
sveitarfélagsins gripið til ýmissa aðgerða. Í byrjun árs 2007 var fráveita
sveitarfélagsins seld og íþróttamannvirki en um leið var gerður framkvæmda- og
leigusamningur um íþróttamannvirkin til 30 ára.  Þá hafa verið gerð samkomulög
við ýmsa aðila um uppbyggingu miðsvæðis en þau eiga að skila sveitarfélaginu
verulegum tekjum í formi lóðarsölu og gatnagerðar sem eiga að auðvelda
sveitarfélaginu að standa við skuldbindingar sínar.   Jafnframt þessu munu
forráðamenn sveitarfélagsins leita allra leiða til að breikka og auka
tekjustofna sveitarfélagsins ásamt því að gæta aðhalds í rekstri.

Attachments

sveitarfelagi alftanes  - arsreikningur 2006.pdf alftanes - frettatilkynning.pdf