- 3 mánaða uppgjör 2007


Helstu niðurstöður úr samstæðuuppgjöri Flögu Group hf.

1. ársfjórðungur 2007

•  Tekjur námu USD 7.2 milljónum sem er 2,4% samdráttur frá sama tímabili fyrra
   árs. 

•  EBITDA framlegð var neikvæð um USD 202 þúsund en var neikvæð um USD 71
   þúsund  (fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga) á fyrsta fjórðungi 2006. 

•  3% lækkun rekstrargjalda á fyrsta fjórðungi 2007 í samanburði við sama
   tímabil fyrra árs. 

•  Tap eftir skatta nam USD 605 þúsund á fyrsta fjórðungi 2007 í samanburði við
   tap er nam USD 877 þúsund á fyrsta fjórðungi 2006. 


Lykiltölur úr samstæðuuppgjöri: Sjá viðhengi.
					
 
Samantekt fyrsta ársfjórðungs 2007

Eftirspurn eftir þjónustu Sleeptech hélt áfram að vaxa í norð-austur hluta
Bandaríkjanna.  Nokkrir samningar Sleeptech við sjúkrahús hafa verið
endurnýjaðir á tímabilinu og fyrirtækið heldur áfram að vera einn stærsti
veitandi þjónustu á sviði svefnmælinga á sínum markaði. Sleeptech hefur hafið
sérstakt markaðsstarf til að vinna að frekari stækkun rekstursins á starfssvæði
sínu og gert er ráð fyrir að þjónustusamningum fjölgi. 

Endurskipulagningu á starfsemi Emblu er lokið og vinnur félagið nú að því að
tryggja samband sitt við viðskiptavini og dreifiaðila um allan heim með því að
innleiða samhæfða vörustjórnun og áframhaldandi aukningu í hagkvæmni og
skilvirkni.  Í Bandaríkjunum hafa Embla og Embletta verið valin af viðkomandi
yfirvöldum “American Academy of Sleep Medicine” til að vera staðall fyrir
rannsóknir þeirra á gagnsemi heimamælinga við svefnrannsóknir.  Þessi tilraun
gæti orðið til þess að heimamælingar við svefnrannsóknir verði heimilaðar í
Bandaríkjunum og að tryggingafélög fari þá að greiða fyrir þær og það gæti haft
umtalsverð áhrif á sölu Emblettu í Bandaríkjunum.  Embletta er nú talin vera
,,viðmiðunarstaðall” tækja til heimamælinga á Evrópumarkaðnum.  Embla heldur
áfram að leita að vaxtartækifærum á öllum mörkuðum sínum í heiminum. 


Rekstur fyrsta ársfjórðungs 2007

Tekjur Flögu Group á fyrsta fjórðungi 2007 námu USD 7,2 milljónum sem er 2,4%
samdráttur í samanburði við fyrsta fjórðung 2006. Framlegð rekstrartekna var
61% í samanburði við 63% á sama tímabili fyrra árs. Fyrirtækið telur þetta
stafa af sveiflu á markaði og að ekki sé um að ræða verulega breytingu á
markaðsaðstæðum. 

EBITDA framlegð á fyrsta fjórðungi 2007 var neikvæð um USD 202 þúsund eða 2,8%
en var neikvæð um USD 71 þúsund eða 1% á fyrsta fjórðungi 2006 miðað við tölur
fyrir kostnað vegna skipulagsbreytinga. 

Tap fyrir skatta nam USD 742 þúsund á fyrsta fjórðungi 2007 í samanburði við
tap er nam USD 1,1 milljón á sama tímabili fyrra árs. 


Efnahagsreikningur

Heildareignir í lok fyrsta ársfjórðungs 2007 námu USD 61,2 milljón sem er
samdráttur um USD 967 þúsund frá ársbyrjun. 

Reiknuð skattinneign er eignfærð og nam USD 4,4 milljónum í lok fyrsta
ársfjórðungs 2007 og USD 4,2 milljónum í árslok 2006. 

Eigið fé nam USD 39,6 milljónum þann 31. mars 2007 samanborið við USD 40,2
milljón í ársbyrjun. Eiginfjárhlutfallið í lok fyrsta fjórðungs var 65% eða
óbreytt frá árslokum 2006. 


Sjóðsstreymi

Veltufé frá rekstri var neikvætt um USD 513 þúsund á fyrsta fjórðungi 2007 en
var neikvætt um USD 265 þúsund á fyrsta fjórðungi 2006. 


Framtíðarhorfur

Eins og fram hefur komið í síðustu afkomutilkynningum félagsins þá hafa
skipulagsbreytingar Emblu verið í brennidepli í rekstri félagsins og þeim er nú
lokið á farsælan hátt. Verkefnið framundan er að styðja við vöxt félagsins og
afgerandi skref hafa þegar verið tekin í þá átt. 

Yfirstjórn Flögu Group er bjartsýn á að markmiðum þessa árs verði náð og telur
líkur á langtíma rekstrarárangri félagsins vera góðar. 

Frekari upplýsingar veitir: David Baker forstjóri Flögu Group hf. í síma: +1
480 236 4705

Attachments

flaga - q1 2007.pdf flaga - lykiltolur is.pdf