- 2006


Meðfylgjandi er ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir árið 2006 og
fréttatilkynning vegna hans, en árreikningurinn var samþykktur af hafnarstjórn
25. apríl 2007 og bæjarstjórn 15. maí 2007. 

Ársreikningur Reykjaneshafnar er gerður í samræmi við sveitarstjórnarlög, lög
um ársreikninga og ársreikninga sveitarfélaga og auglýsingar
fjármálaráðuneytisins um reikingsskil sveitarfélaga. 

Starfsemi Reykjaneshafnar er fjármögnuð með rekstratekjum frá hafnarrekstri og
rekin sem fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki í 100% eigu Reykjanesbæjar. 

Rekstrartekjur hafnarinnar á árinu 2006 námu 111,2 millj. kr. og rekstrargjöld
kr. 94,9 m.kr. og þar af laun 42,0 m.kr. samkvæmt  ársreikningi.  Hagnaður
fyrir afskriftir 16,3 m.kr.  Afskriftir 35,5 m.kr. fjármunatekjur og -gjöld
270,2 mkr. en tap ársins 289,5 mkr. 

Framkvæmdir voru litlar á árinu 2006, aðeins unnið við gatnagerð, lóðir og
skipulag hafnar- og atvinnusvæðisins í Helguvík og fjárfest fyrir 20,5 m.kr. 


Framtíðarsýn:
Lóðaúthlutun í Helguvík fór af stað í lok ársins 2005 og verður haldið áfram á
árinu 2007.  Mikil uppbygging á atvinnusvæðinu í Helguvík fór af stað á árinu
2006, og verða reistar fjöldi bygginga fyrir iðnaðar- og þjónustufyrirtæki á
árinu 2007. 

Rekstrarumhverfi Reykjaneshafnar mun því batna, tekjur aukast í tengslum við
uppbygginguna í Helguvík í formi lóðarleigutekna.  Reykjanesbær hefur einnig
samþykkt að allar gatnagerðar- og fasteignagjaldatekjur á hafnarsvæðunum í
Keflavík, Njarðvík og Helguvík muni renna til Reykjaneshafnar frá og með 1.
janúar 2006. 

Reykjaneshöfn undirritaði 27.4. 2006 hafnarsamning og lóðarsamning í Helguvík
við Norðurál. Fyrirhugað er að reisa allt að 250 þúsund tonna álver í áföngum. 
Fyrsti áfangi yrði 150 þúsund tonna álver og vonast er til að bygging hans geti
hafist í lok ársins 2007 með jarðvegsvinnu lóðar, og framleiðsla hafist á árinu
2010.  Í framhaldi af því muni rekstur hafnarinnar komast í jafnvægi og
tekjurnar verða hærri en fjármagnskostnaðurinn, og höfnin nái að greiða niður
skuldir sínar.

Attachments

arsreikningur reykjaneshofn 2006.pdf reykjaneshofn - frettatilkynning - arsuppgjor.pdf