2007


HAGNAÐUR MILESTONE 32,8 MILLJARÐAR Á FYRRI HELMINGI ÁRSINS
	
  Hagnaður fyrir skatta var 32,8 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins
   og 27,2 milljarðar eftir skatta.
 
  Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 160,1% á fyrri hluta ársins.

  Fjárfestingatekjur námu 36,9 milljörðum króna.

  Rekstrartekjur námu 9,9 milljörðum króna.

  Eigið fé nam 74,1 milljarði króna þann 30. júní 2007.

  Eiginfjárhlutfall samstæðu nam 19,2% og eignarfjárhlutfall móðurfélags nam
   43,4%. 

  Dótturfélagið Sjóvá skilaði mjög góðri afkomu á fyrri hluta ársins. Hagnaður
   nam 7,9 milljörðum króna fyrir skatta og 6,3 milljörðum eftir skatta á fyrri
   árshluta. 

  Önnur dótturfélög skiluðu góðri afkomu á tímabilinu.

  Milestone seldi 13% hlut í Glitni banka fyrir 54 milljarða króna þann 5.
   apríl 2007. Glitnir var ein af kjarnaeignum Milestone og reyndist vera mjög
   arðsöm fjárfesting. Milestone og tengdir aðilar eiga 7% hlut í Glitni banka
   eftir söluna.
 
  Milestone innleysti á tímabilinu góðan hagnað á hlut sínum í bresku
   matvöruverslanakeðjunni, Iceland. 

  Milestone hefur lokið við 70 milljarða króna yfirtöku á Invik & Co. AB, en
   félagið er hluti af samstæðu Milestone frá 30. júní 2007.
 
  Í lok tímabilsins er samstæðan með 399,6 milljarða króna í skulda- og
   eignastýringu. 

  Með yfirtökunni á Invik leggur Milestone aukna áherslu á vöxt í
   fjármálaþjónustu. 

Hagnaður Milestone var 27,2 milljarðar eftir skatta á fyrri árshelmingi 2007.
Starfsemi Milestone byggir á tryggingastarfsemi, bankastarfsemi og
eignastýringu, en rúmlega þrír fjórðu hlutar eigna Milestone eru innan þessara
geira. Góð afkoma af lykileignum á síðustu árum hefur lagt grunn að sterkri
fjárhagsstöðu samstæðunnar. 

Eftir kaupin á Invik & Co. AB og sölu á hlutabréfum í skráðum íslenskum
fyrirtækjum er meirihluti eigna Milestone utan Íslands. Áætlað er að árlegar
rekstrartekjur samstæðunnar aukist um u.þ.b. 60% eftir yfirtökuna á Invik. 

Eigið fé samstæðunnar nam 74,1 milljarði þann 30. júní 2007 og hefur aukist um
69,6% á fyrri hluta ársins. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu nam 160,1% á
ársgrundvelli. Eiginfjárhlutfall samstæðu er 19,2% og eignarfjárhlutfall
móðurfélags er 43,4%. 

Eftir yfirtökuna á Invik bætast við samstæðuna fjölbreytt tryggingastarfsemi,
vaxandi starfsemi í söfnunarlíftryggingum, rótgróin sjóðastýring fyrir
einstaklinga og stofnanafjárfesta og einkabankaþjónusta. Milestone sér fram á
mikil samlegðaráhrif innan samstæðunnar í rekstri, fjárfestingum og frekari
vexti á Norðurlöndum. Rekstur Invik er ekki hluti af 
hálfsársrekstrarniðurstöðu Milestone, en félagið er hluti af samstæðunni frá
30. júní 2007. 

  Hagnaður Invik á fyrri árshelmingi 2007 nam 1,5 milljörðum króna og
   heildartekjur námu 10,6 milljörðum. 

  Heildareignir í stýringu hjá dótturfélaginu Invik Funds í lok júní námu 205
   milljörðum króna, sem er 95% aukning frá sama tímabili í fyrra.
 
  Modern-tryggingafélagið sýndi áframhaldandi vöxt með 20% aukningu
   heildartekna og 13% aukningu rekstrartekna á fyrri árshelmingi 2007. 

Heildareignir Milestone í lok júní námu 387 milljörðum króna og hafa eignir
félagsins ríflega tvöfaldast síðan í árslok 2006. Vöxtur samstæðunnar er
drifinn áfram af innri vexti og skýrri fjárfestingastefnu með áherslu á
tryggingastarfsemi, bankastarfsemi og eignastýringu. 

Umsvif samstæðunnar í skulda- og eignastýringu hafa haldið áfram að vaxa á
öllum sviðum og námu í lok júní 399,6 milljörðum króna. Búist er við
áframhaldandi vexti í skulda- og eignastýringastarfsemi samstæðunnar. Milestone
mun halda áfram að samþætta starfsemi dótturfélaga og ýta úr vör nýjum
verkefnum á Norðurlöndum á næstu misserum.

 
GUÐMUNDUR ÓLASON, FORSTJÓRI
„Hagnaður og vöxtur Milestone á fyrri hluta árs 2007 sýnir vel mikinn styrk og
sveigjanleika samstæðunnar. Góður árangur dótturfélaga í fjármálaþjónustu
skýrir mikinn vöxt Milestone og sýnir jafnframt aukna áherslu okkar á þá
starfsemi. Yfirtakan á Invik var stórt skref fyrir Milestone en Invik mun leika
lykilhlutverk í frekari vexti okkar á Norðurlöndum. Framtíðarsýn okkar er að
festa Milestone í sessi sem öfluga fjármálasamstæðu, skipaða hæfu starfsfólki
sem skilar fyrirtækinu áfram framúrskarandi árangri.“ 


KARL WERNERSSON, STJÓRNARFORMAÐUR
„Niðurstöðutölur fyrri hluta ársins sýna að stjórnendur hafa framfylgt stefnu
félagsins af einurð. Við höfum stígið skref í þá átt að breyta Milestone úr
fjárfestingafyrirtæki í fjármálasamstæðu, sem mun styrkja rekstur okkar enn
frekar. Við væntum örs vaxtar Milestone og áframhaldandi arðsemi á öllum sviðum
— það er tilhlökkunarefni að taka næstu skref í framþróun Milestone og blása
til sóknar á nýjum sviðum.“ 


FREKARI UPPLÝSINGAR
Frekar upplýsingar fást á 
www.milestone.is

www.sjova.is
www.invik.se
www.askar.is

eða hjá

Guðmundi Ólasyni, forstjóra
Sími: 414 1800

Attachments

milestone - presentation on interim report 1h 2007.pdf milestone - frettatilkynning.pdf consolidated interim financial statements 1h 2007.pdf