- Innlausn og fyrirhuguð afskráning hluta í Mosaic Fashions hf.


Tessera Holding ehf. og stjórn Mosaic Fashions hf. hafa ákveðið að aðrir
hluthafar í Mosaic Fashions hf. en samstarfsaðilar um yfirtökutilboð í félagið,
sem hófst 9. júlí sl., skuli sæta innlausn Tessera Holding ehf. á hlutum sínum,
sbr. 1. mgr. 47. gr. laga nr. 33/2003. 

Stjórn Mosaic Fashions hf. hefur jafnframt ákveðið að óska eftir afskráningu á
hlutum félagsins úr OMX Norrænu kauphöllinni Íslandi. Farið verður fram á
afskráningu þegar innlausn hluta er lokið. 

Í lok dags þann 16. ágúst 2007 áttu Tessera Holding ehf. og samstarfsaðilar
samtals 2.895.908.978 hluti í Mosaic Fashions ehf. eða 99,8% af hlutafé
félagsins. 

Innlausnarverðið er 17,5 kr. fyrir hvern hlut, sem er sama verð og Tessera
Holding ehf. bauð hluthöfum í yfirtökutilboðinu. 

Hluthöfum, sem eiga hluti sem falla undir innlausnina, verður send tilkynning á
næstu dögum varðandi innlausnina ásamt framsalseyðublaði. Innlausnarverðið
verður greitt í síðasta lagi 5 vikum frá dagsetningu tilkynningar um innlausn. 

Hægt verður að nálgast tilkynninguna og framsalseyðublaðið hjá Kaupþingi banka
hf., Borgartúni 19, 105 Reykjavík. 

Frekari upplýsingar veitir Jessica Wilks, forstöðumaður fjárfestatengsla, í
síma +44 207 452 1122.