2007


Niðurstöður 
					
Félagið á erlend dótturfélög sem stofnuð voru til að kaupa og reka Hibernia
Atlantic sæstrenginn á milli Evrópu og N-Ameríku ásamt lendingarstöðvum í 4
löndum.
					 
Þá hefur félagið fjárfest í fjarskiptafyrirtæki á Írlandi, Magnet Networks, sem
sérhæfir sig í uppbyggingu samskiptakerfis og efnisveitu um ljósleiðara.					 
Einnig á félagið hlut í áströlsku fjarskiptafyrirtæki sem sérhæfir sig í
samskiptum um gervihnetti.					 
					
Helstu fjárfestingar félagsins hafa verið í framhaldstengingum Hibernia
sæstrengsins, ásamt frekari uppbyggingu fjarskiptafyrirtækisins Magnet Networks
Ltd. á Írlandi.				 
		
Hibernia Atlantic hefur fjárfest í aukinni afkastagetu sæstrengsins.  Þá hefur
þjónustusvæði verið stækkað enn frekar með tengingum við Amsterdam, Brussel,
Frankfurt og París.	 
				 
Hibernia hefur unnið stöðugt að áframhaldandi tækniþróun í samvinnu við Huawei
Technologies.
					 
Sölutekjur Hibernia fara stöðugt vaxandi, bæði vegna fjölda nýrra viðskiptavina
sem og aukinni sölu til þeirra sem fyrir voru.  Nýlega hefur Hibernia kynnt
áætlanir um að leggja sæstreng til Íslands á árinu 2008.					 
					
Magnet Networks Ltd. á Írlandi starfar á bæði fyrirtækja- og
einstaklingsmarkaði.
 					 
Stefnumótun fyrirtæksins á fyrsta ársfjórðungi leiddi til breyting á áherslum í
markaðsstarfi.  Nú er lögð áhersla á fyrirtækjamarkað og ljósleiðara til
heimila en dregið er úr áherslu á ADSL2+ til heimila. 
 					 
Félagið hefur ráðið Vern Kennedy sem forstjóra, Eric Roden sem framkv.stjóra
rekstrarsviðs og Mark Kellet sem fjármálastjóra. Þeir hafa allir marktæka
reynslu af stjórnun fyrirtækja í fjarskiptaiðnaði. 
					 
Þá hefur söludeild félagsins verður tvöfölduð. Fyrirtækið hefur fylgst með og
ýtt á eftir breytingum á löggjöf um fjarskiptaumhverfi á Írlandi, sem taldar
eru opna fyrir aukna samkeppni.					 
					
Uppgjör félagsins fyrir tímabilið janúar til júní 2007 er innanhússuppgjör og
hefur ekki verið endurskoðað.					
					
Viðaukar					
					
Hjálagt fylgja rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og fjármagnsstreymi
félagsins fyrir tímabilið janúar til júní 2007.					
					
					
Nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmundsson, stjórnarmaður í félaginu í síma
696 9504.

Attachments

cvcaislandi_milliuppgjor_jan-jun_2007.pdf