2007


Þann 31. ágúst 2007 var stjórnarfundur í Verðbréfunar hf. haldinn að
Austurstræti 11, 101 Reykjavík, þar sem árshlutareikningur félagsins fyrir
tímabilið 1. janúar til 30. júní 2007 var samþykktur. 

Sjá lykiltölur í viðhengi.


Umfjöllun um árshlutareikninginn og ákvarðanir stjórnar
Stjórn samþykkti árshlutareikning Verðbréfunar fyrir tímabilið 1. janúar til
30. júní 2007 á fundum sínum í dag. 

Starfsemin hjá Verðbréfun hf. hefur verið í lágmarki fyrri hluta árs 2007.
Fasteignamarkaður hefur verið að leita í jafnvægi og hefur dregið úr
uppgreiðslu á lánum Verðbréfunar hf.  Lánasafn Verðbréfunar hefur þó dregist
saman um tæp 3% frá áramótum.  Úrdráttur skuldabréfa Verðbréfunar hf hefur
verið aðlagaður til að halda jafnvægi milli eigna og skulda Verðbréfunar hf. 
Áætlanir seinni hluta ársins gera ráð fyrir óbreyttum rekstri.   Rekstrartap
Verðbréfunar hf. vegna fyrri hluta ársins 2007 endaði í rúmum 1,6 millj. króna
tap fyrir skatta og/eða 1,3 millj. króna tap eftir útreikning tekjuskatta. 
Verðbréfun færir upp skattinneign vegna eignar á yfirfæranlegu tapi þar það
telur að skattinneignin muni nýtast félaginu til framtíðar. 

Árshlutareikningur Verðbréfunar hf. er gerður í samræmi við alþjóðlega
reikningsskilastaðla (IFRS) en félagið tók staðlana upp í ársbyrjun 2007.
Heildaráhrif upptöku alþjóðlegu reikningsskilastaðlana (IFRS) á eigið fé
félagsins í ársbyrjun 2007 er að bókfært eigið fé hækkar um 8.5 millj. eða úr
kr. 2.3 millj. í kr. 10.8 millj. 

Nánar er gerð grein fyrir þessum breytingum í skýringum í árshlutareikningnum.

Heildareignir félagsins lækkuðu um  28 miljónir króna á milli tímabila.  Eigið
fé félagsins lækkaði á sama tíma um 1,3 milljónir króna frá því um áramót. 

Framtíðarhorfur.
Framtíðarhorfur á íbúðalánamarkaði munu skýrast þegar fram í sækir en
starfssemi Verðbréfunar hf. fer talsvert eftir því hversu mikið jafnvægi
skapast á skuldabréfamarkaði.  Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri á komandi
ári. 

Upplýsingar um ársreikning Verðbréfunar gefur Pétur Bjarni Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Verðbréfunar í síma 820-6381

Attachments

verbrefun hf. arshlutauppgjor 30 juni 2007.pdf frettatilkynning vegna arshlutauppgjors verbrefunar q2 2007.pdf