2007


Stjórn Nýsis hf samþykkti á stjórnarfundi 31. ágúst 2007, árshlutareikning
samstæðunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2007. 

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal,
IAS 34 - Árshlutareikningsskil  og er það í fyrsta skipti sem samstæðan birtir
reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla.  Heildaráhrif
upptöku alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna á eigið fé samstæðunnar í ársbyrjun
2007 er að bókfært eigið fé lækkar um  2 milljónir króna eða úr 6.272 
milljónum króna í 6.270 milljónir króna. Auk þess er framsetning ýmissa eigna-
og skuldaliða breytt.  Nánar er gerð grein fyrir þessum breytingum í skýringum
í árshlutareikningnum. Samstæðan hyggst ljúka innleiðingu á árinu og því er
ekki endanlega ljóst hver heildaráhrif innleiðingarinnar verða. 

Fastafjármunir nema í lok tímabilsins 40.102 milljónum kr. og veltufjármunir
4.679 milljónum kr.  Eignir eru samtals 44.781 milljónir kr. Skuldir og
skuldbindingar samstæðunnar nema 38.791 milljónum kr. en þar af er
tekjuskattsskuldbinding og víkjandi lán  2.886 milljónir króna og eigið fé í
lok tímabilsins er 5.990 milljónir kr. að meðtaldri hlutdeild minnihluta. 
Velta samstæðunnar á tímabilinu var 4.767 milljónir kr. Rekstrarhagnaður fyrir
fjármagnsgjöld var 718 milljónir kr. og hagnaður varð af starfseminni sem nam
samtals 68,4 milljónum kr. Sterkt gengi íslensku krónunnar dróg úr tekjum
samstæðunnar þar sem mestur hluti þeirra á uppruna sinn utan Íslands. Að auki
dróg úr vexti efnahags af sömu ástæðu. Í heild gekk reksturinn vel á fyrri
hluta ársins og grunnur var lagður að enn frekari vexti félagins á næstu árum. 


Helstu lykiltölur úr samstæðuárshlutareikningi  30. júní 2007 eru birtar hér að
neðan í þús. króna.: Sjá viðhengi. 


Reksturinn á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2007

Árshlutareikningur Nýsis hf er samstæðureikningur Nýsis hf og dótturfélaga.  
Í lok tímabilsins eru dótturfélögin eftirfarandi: Nýsir fasteignir hf,
Fasteignastjórnun ehf., Stofn fjárfestingarfélag ehf., Nýsir International hf.,
Nýsir þróunarfélag hf., Mörkin eignarhaldsfélag ehf., Faenus ehf., Midi.is
ehf., Nysir Mediterranean Limited og Nysir UK Limited. 

Dótturfélög Nýsis fasteigna eru: Grípir ehf, Iði ehf, Nýtak ehf, Engidalur ehf,
Þekkur ehf, Hafnarslóð ehf, Laugahús ehf., Teknikum ehf., Fasteignafélag
Austurbæjar ehf., Gránufélagið ehf., Borgarhöllin hf og Egilshöllin ehf. 

Dótturfélög Stofns fjárfestingarfélags eru Salus ehf. (50%), Faxafen ehf.
(50%), Hraðbraut ehf. (50%), Artes ehf. (100%), Sjáland ehf. (67%),
Heilsuakademían (60%), Skotsilfur (100%) og Mostur (100%).  Mostur er 70%
eigandi Laxnesbúsins ehf. 
Önnur dótturfélög Nýsis International hf. eru Nysir Danmark A/s (100%) og
Operon International hf. (82%). 

Nýsir þróunarfélag hf. er eigandi að dótturfélögunum Golf ehf. (82,7%),
Viðskiptahöllinni ehf. (100%) og Austurgötu (50%). 

Öll þessi félög innifalin í samstæðureikningi félagsins.

Nýsir er eigandi að nokkrum hlutdeildarfélögum.  Má þar nefna
Eignarhaldsfélagið Portus ehf. (50%), Situs ehf. (50%) og Fasteignafélagið
Lækjarhlíð ehf. (50%). Þá er Nýsir þróunarfélag hf. eigandi að tveimur
hlutdeildarfélögum. 

Félagið jók verulega tekjur sínar frá fyrra ári vegna nýrra samninga, einkum í
Bretlandi. Áætlað er að velta félagsins á árinu verði um 10 milljarðar króna á
árinu 2007 en hún var tæpir 4 lljarðar á árinu 2006. Breyting hefur orðið á
tekjusamsetningu samsteypunnar frá fyrra ári. Um 75% tekna eru vegna
fasteignastjórnunarsamninga, um 15% eru leigutekjur af fasteignum og um 10%
aðrar tekjur vegna þjónustuverkefna. Um 80-90% tekna félagsins eru vegna
samninga við opinbera aðila til lengri tíma um leigu, fasteignastjórnun,
heilbrigðisþjónustu og menntun. 

Framtíðaráform
Félagið hyggst takast á hendur aukin verkefni á sviði einkaframkvæmdar,
fjárfestinga í fasteignum, fasteignastjórnunar og rekstrarverktöku.  Umsvif
félagsins eru að aukast mjög hratt og hefur það m.a. sótt mjög fram í
Bretlandi. 
  
Mikil uppbygging er framundan hjá félaginu. Félagið hefur fjárfest mikið
undanfarin ár í verkefnum sem enn eru á þróunarstigi en munu gefa miklar tekjur
síðar. Má þar nefna einkaframkvæmd vegna 10 skóla í Aberdeen, tónlistar- og
ráðstefnuhúsið ásamt uppbyggingu hótels og viðskipta¬hallar við austurhöfnina í
Reykjavík, uppbyggingu golfvallar í Ölfusi, nýbyggingu við Egilshöllina,
rúmlega 100 íbúðir og þjónustumiðstöð fyrir aldraða við Suðurlandsbraut í
Reykjavík, 25 nýjar leiguíbúðir á Akureyri, byggingarsvæði í miðbæ
Hafnarfjarðar og í Laxness¬landi í Mosfellsbæ. Þá hefur félagið unnið að
tilboðsverkefnum og eflingu fasteignastjórnunar¬félagsins Operon í Bretlandi og
uppbyggingarverkefnum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, og í löndum við
Miðjarðarhaf. 

Í byrjun ágúst s.l. keypti félagið húseignir Háskólans á Bifröst og var valið í
forvali til að leggja inn tilboð í mjög stórt 10 ára einkaframkvæmdarverkefni
vegna fjölda skóla í Durham í Bretlandi. Þá er félagið í viðræðum um kaup á
öðru fasteignarstjórnunarfélagi í Bretlandi. 

Áætluð velta Nýsis hf og dótturfélaga á árinu 2007 eru 10 milljarðar kr.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Þórarinsson stjórnarformaður Nýsis hf í síma
899 7801 og Sigfús Jónsson framkvæmdarstjóri í síma 540-6385.

Attachments

nysir hf arshlutareikningur 30 juni 2007.pdf nysir - frettatilkynning og lykiltolur 31 08 2007.pdf