2007


1. Afkoma Glitnis sjóða hf. fyrstu 6 mánuði 2007

  Hagnaður Glitnis sjóða hf. eftir skatta fyrstu sex mánuðina 2007 nam 6,1
   m.kr. samanborið við 16,1 m.kr. fyrstu sex mánuðina 2006.
 
  Hreinar rekstrartekjur námu 716 m.kr. samanborið við 555 m.kr. árið áður,
   jukust um 28,9% 

  Rekstrargjöld námu 708 m.kr. samanborið við 535 m.kr. fyrstu 6 mánuði ársins
   2006. 

  Heildareignir félagsins námu 264 m.kr. en voru 215 m.kr. í ársbyrjun. 

  Eigið fé í lok júní nam 88,9 m.kr. en var 82,8 m.kr. í ársbyrjun.
   Eiginfjárhlutfall félagsins, sem er reiknað samkvæmt lögum um
   fjármálafyrirtæki, var 43,8% í lok júní en þetta hlutfall má ekki vera lægra
   en 8,0%. 

  Fjármunir sjóða í stýringu Glitnis sjóða hf. námu 183.558 m.kr. í lok júní
   2007 samanborið við 145.765 m.kr. í árslok 2006, jukust um 26%. 

  Glitnir sjóðir hf. sér um stýringu og rekstur á sex sjóðsdeildum í
   Verðbréfasjóðum Glitnis, tveimur deildum í Fjárfestingarsjóðum Glitnis og
   einni deild í Fagfjárfestasjóði Glitnis. Einnig sér félagið um stýringu á
   tveimur deildum verðbréfasjóða fyrir Glitnir Asset Management S.A. í
   Lúxemborg og einum vogunarsjóði.  Hrein eign í stýringu Glitnis sjóða hf. í 
   Lúxemborg eru 9.225 m.kr. í lok júní 2007. 

  Árshlutareikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur
   árshlutareikning Glitnis sjóða hf. og B-hluta sem inniheldur árshlutareikning
   Verðbréfasjóða Glitnis og Fjárfestingarsjóða Glitnis.  Þessi framsetning á
   reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga
   verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu. 

  Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður af PricewaterhouseCoopers hf.


Árshlutareikningur félagsins verður tilbúinn 10. september og mun liggja frammi
hjá Glitni, Kirkjusandi, 4. hæð og á www.glitnir.is 

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Glitnis sjóða hf. veitir Eggert Þór
Kristófersson, fram¬kvæmda¬stjóri í síma 440-4955.

Attachments

glitnis sjoir hf. 6 man 2007 - frettatilkynning me lykiltolum.pdf glitnir sjoir hf.  6 2007.pdf