- Leiðrétting - Niðurstöður hins valfrjálsa skilyrta tilboðs í alla hluti félagsins KEOPS A/S - Frétt send út 2007-09-03 12:13:04 CET


Leiðrétting.  Lýtur að því að samtals var samþykkt tilboð af hálfu eigenda
175.757.286 hluta í Keops A/S í stað eigenda 176.053.918 hluta eins og áður
send tilkynning bar með sér. 


Þann 3. september síðastliðinn tilkynnti Fasteignafélagið Stoðir hf. (Stoðir)
niðurstöðu hins valfrjálsa skilyrta tilboðs í alla hluti félagsins Keops A/S. 
 
Stoðir tilkynntu að félagið hefði móttekið samþykki eigenda 176.053.018 hluta í
Keops A/S, sem hver er að nafnvirði DKK 1, og samsvarar 96,72% allra hluta og
atkvæðisréttar í Keops A/S (að meðtöldum eigin hlutum Keops og kaupréttum). 
 
Vegna villu sem upp kom við útreikninga hjá vörsluaðilum, er hið rétta að
samtals samþykktu tilboðið eigendur að 175.757.286 hlutum í Keops A/S, sem hver
er að nafnvirði DKK 1, og samsvarar það 96,56% allra hluta og atkvæðisréttar í
Keops A/S (að meðtöldum eigin hlutum Keops og kaupréttum). 
 
Glitnir banki hf. hefur nú, fyrir hönd Stoða, lokið við að greiða allt
endurgjald fyrir hlutina til vörsluaðila hluthafa Keops A/S, en peningagreiðsla
var innt af hendi fyrir samtals 52.827.368 hluti (30,1%) og hlutir í Stoðum,
samtals að nafnvirði ISK 2.364.195.016, voru afhentir fyrir samtals 122.929.918
hluti (69,9%) í Keops A/S. 

Fasteignafélagið Stoðir hf.
 

Nánari upplýsingar veitir:
Skarphéðinn B. Steinarsson, forstjóri
Símanúmer: +354-660-0063
Fasteignafélagið Stoðir hf.
Kringlunni 4-12
103 Reykjavík
Ísland