- Nýr framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer


Allan Jensen var ráðinn framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer í febrúar
2008. Allan Jensen er ábyrgur fyrir framleiðslu og Torsten Krüger er ábyrgur
fyrir stjórnun.  Finnbogi Baldvinsson stýrir stjórn Pickenpack Gelmer sem
stjórnarformaður félagsins. 

Áður en Allan Jensen hóf störf hjá Pickenpack Gelmer var hann verksmiðjustjóri
í rækjuverksmiðju á Grænlandi frá árinu 2004.  Hann útskrifaðist með próf í
stjórnun frá Copenhagen West Business College 2004. 

Nánari upplýsingar veitir:
Finnbogi A. Baldvinsson forstjóri Icelandic Group S: +49 1723 198 727


Um Icelandic Group:
Icelandic Group (OMX Nordic Exchange: IG) er alþjóðlegt net fyrirtækja sem
starfa hvert á sínum markaði við framleiðslu og sölu sjávarafurða.  Á mörgum
mörkuðum er félagið þekkt fyrir vörumerki sitt ICELANDIC, sérstaklega innan
veitingahúsa og mötuneyta.  Félagið er einnig stór birgi smásöluverslana með
framleiðslu undir eigin vörumerkjum eða undir vörumerkjum smásölukeðjanna. 
Starfsmenn Icelandic Group eru um 4.600.  Hjá þeim stóra hópi liggur
yfirgripsmikil þekking sem spannar allt frá veiðum og frumvinnslu sjávarfangs
til vöruþróunar og framleiðslu tilbúinna rétta og þekking á markaði.