- Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl 2008


Aðalfundur Flögu Group hf. verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl 2008 á Hilton
Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.  Fundurinn hefst kl. 10:00. 

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2007.

2. Kynning á starfsemi rekstrareininga félagsins árið 2007.

3. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2007 ásamt skýrslu endurskoðenda lagður
   fram til staðfestingar. 

4. Ákvörðun um ráðstöfun afkomu ársins 2007.

5. Kosning stjórnar.

6. Kosning endurskoðunarfélags.

7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 

8. Tillaga til breytingar á samþykktum félagsins:

   a. Breyting á 3. málsgrein 4. greinar samþykkta félagsins um heimild til
      útgáfu nýs hlutafjár að fjárhæð sem nemur mögulegri breytingu víkjandi  
      skuldabréfa í hlutabréf sem félagið gaf út til Kaupþings banka hf. þann
      21.nóvember 2003, en gjalddagi þessara bréfa getur nú verið framlengdur
      til 15.janúar 2009. 

9.  Önnur mál.

    a. Kynning á hugmyndum stjórnar félagsins um áframhaldandi skráningu
       hlutabréfa félagsins hjá Nasdaq OMX Nordic Exchange. 

Eftirfarandi einstaklingar hafa boðið sig fram til setu í stjórn félagsins
fyrir rekstrarárið 2008: 

Bogi Pálsson				Til setu í varastjórn:
Eggert Dagbjartsson			Helgi Jóhannesson
Erlendur Hjaltason			Sveinn Þór Stefánsson
Hákon Sigurhansson
Hildur Árnadóttir

Tillögur hluthafa þarf að leggja fram til stjórnar félagsins a.m.k. sjö dögum
fyrir aðalfund. 

Dagskrá aðalfundar, endanlegt framboð til stjórnar og ársuppgjör félagsins
verður fáanlegt til skoðunar hluthafa sé þess óskað hjá fjármálastjóra
félagsins, Criss Sakala, með tölvupósti til criss.sakala@embla.com. Gögnin
verða einnig aðgengileg á heimasíðu félagsins, www.flagagroup.com. 

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða fáanleg á Hilton Reykjavík Nordica frá
kl. 09:30 á aðalfundardegi. 


Reykjavík, 3. apríl 2008
Stjórn Flögu Group hf.

Attachments

dagskra adalfundar 2008 _2_.pdf