- Niðurstöður aðalfundar Flögu Group hf. fimmtudaginn 17. apríl 2008


1.  Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins næsta starfsár:

Aðalstjórn:
Bogi Pálsson
Eggert Dagbjartsson
Erlendur Hjaltason
Hildur Árnadóttir
Hákon Sigurhansson

Varamenn:
Helgi Jóhannesson
Sveinn Þór Stefánsson

2.  Eftirfarandi tillaga um endurskoðunarfélag var samþykkt:

    KPMG endurskoðun hf., Símon Á. Gunnarsson fyrir þeirra hönd.

3.  Eftirfarandi tillaga ummeðferð hagnaðar var samþykkt:

    Stjórn leggur til að ekki verði greiddur arður vegna ársins 2007.

4.  Eftirfarandi tillaga um laun sjtórnarmanna var samþykkt:

Lagt er til að laun stjórnarmanna verði ISK 600.000 fyrir árið 2008 og að laun
starfandi stjórnarformanns verði tvöföld sú upphæð. 

5.  Eftirfarandi tillaga um breytingu á samþykktum félagsins var samþykkt:

Breyting á 3. málsgrein 4. greinar samþykkta félagsins um heimild til útgáfu
nýs hlutafjár að fjárhæð sem nemur mögulegri breytingu víkjandi skuldabréfa í
hlutabréf sem félagið gaf út til Kaupþings banka hf. þann 21. nóvember 2003, en
gjalddagi þessara bréfa getur nú verið framlengdur til 15. janúar 2009. 

6.  Eftirfarandi tillaga um starfskjarastefnu var samþykkt:

Starfskjarastefna Flaga Group hf. 

1. gr. 	Markmið

Markmið starfskjarastefnu þessarar er að gera starf hjá Flaga Group hf. að
eftirsóknarverðum kosti fyrir starfsfólk og þar með tryggja félaginu stöðu í
fremstu röð á alþjóðavettvangi. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að stjórn
félagsins sé kleift að bjóða samkeppnishæf laun og aðrar greiðslur sem tíðkast
hjá sambærilegum fyrirtækjum á alþjóðavettvangi. 

2. gr. 	Starfskjör stjórnarmanna

Stjórnarmönnum skal greidd föst mánaðarleg þóknun í samræmi við ákvörðun
aðalfundar ár hvert, svo sem kveðið er á um í 79. gr. laga um hlutafélög. Gerir
stjórnin tillögu um þóknunina fyrir komandi starfsár og skal í þeim efnum taka
mið af þeim tíma sem stjórnarmenn verja til starfans, þeirri ábyrgð sem á þeim
hvílir, og afkomu félagsins. 

Stjórnarmenn skulu fá fasta þóknun fyrir hvern fund sem þeir sitja í
undirnefndum stjórnar og skal sú þóknun ákveðin af aðalfundi félagsins. 

3. gr. 	Starfskjör forstjóra

Gera skal skriflega(n) ráðningarsamning(a) við forstjóra. Kjör hans/þeirra
skulu ávallt vera samkeppnishæf á alþjóðamarkaði. 

Fjárhæð grunnlauna og annarra greiðslna til forstjóra skal taka mið af menntun,
reynslu og fyrri störfum. Tilgreina skal önnur starfskjör í
ráðningarsamningnum, svo sem greiðslur í lífeyrissjóð, orlof, hlunnindi og
uppsagnarfrest. Heimilt er að semja við forstjóra um upphafsgreiðslu vegna
ráðningar hans/þeirra að félaginu. 

Við gerð ráðningarsamnings við forstjóra skal haft að leiðarljósi að ekki komi
til frekari greiðslna við starfslok en fram koma í ráðningarsamningi. Heimilt
er þó við sérstök skilyrði að mati stjórnar að gera sérstakan starfslokasamning
við starfslok forstjóra. 

4. gr. 	Umbun til æðstu stjórnenda

Forstjóra er heimilt að leggja fram tillögu fyrir stjórn félagsins um að umbuna
æðstu stjórnendum til viðbótar grunnlaunum í formi afhendingar hluta,
árangurstengdra greiðslna, hlutabréfa, kaupréttar, forkaupsréttar og annars
konar greiðslna sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu eða þróun verðs á
hlutabréfum í félaginu, lífeyrissamninga og starfslokasamninga. 

Við ákvörðun um hvort veita skuli æðstu stjórnendum umbun til viðbótar
grunnlaunum skal taka mið af stöðu, ábyrgð, frammistöðu og framtíðarmöguleikum
viðkomandi stjórnanda innan félagsins. 

5. gr. 	Samþykkt starfskjarastefnu og tillögur stjórnar

Starfskjarastefna félagsins skal tekin til afgreiðslu á aðalfundi og skal hún
tekin til endurskoðunar ár hvert og borin undir aðalfund til samþykktar eða
synjunar. 

Er starfskjarastefnan bindandi fyrir stjórn félagsins að því er varðar ákvæði
um kaupréttarsamninga og hvers konar samninga eða greiðslur er fylgja þróun
verðs á hlutabréfum í félaginu, sbr. 2. mgr. 79. gr. a. hlutafélagalaga. Að
öðru leyti er starfskjarastefnan leiðbeinandi fyrir félagið og stjórn þess.
Stjórn félagsins skal færa til bókar í fundargerðarbók veigamikil frávik frá
starfskjarastefnunni og skulu þau frávik studd greinargóðum rökum. Gera skal
grein fyrir frávikum á næsta aðalfundi félagsins. 

Stjórnin telur að hinar ýmsu einingar innan fyrirtækisins séu mjög verðmætar og
mun ný stjórn félagsins því halda áfram að leita leiða til að hámarka virði
hlutabréfa í félaginu fyrir eigendur.  Með vísan til þess vill stjórn félagsins
óska eftir athugasemdum, eða sérstaklega mótmælum við þessa tillögu á þessum
hluthafafundi.  Það verður á ábyrgð nýrrar stjórnar félagsins að ákveða hvort
stjórnin muni óska eftir afskráningu bréfa félagsins, en fráfarandi stjórn
telur það vera bestu hagsmuni allra hluthafa að afskrá félagið sem hluta af því
að hámarka virði þeirra fyrir eigendur.  Ég vil því biðja þá sem vilja mótmæla
þessari tillögu að gera það núna með handauppréttingu, þar sem annars mun
stjórn félagsins líta svo á að þessi tillaga sé studd af þeim hluthöfum sem eru
mættir á þennan aðalfund Flaga Group hf. Engar athugasemdir komu fram á
fundinum.

Attachments

agm presentation 2008.pdf