Fyrsti ársfjórðungur 2008


Afkomutilkynning frá Teymi hf.

Reykjavík, 27. apríl 2008

Tekjur 6 milljarðar sem er 24% vöxtur frá fyrra ári (9% pro-forma)
EBITDA tímabilsins nam 1.003 m.kr., 28% vöxtur frá fyrra ári (11% pro-forma)
Gengisfall íslensku krónunnar leiðir til 5,2 milljarða gengistaps á fyrsta
ársfjórðungi 2008 
4.899 m.kr. tap eftir skatta á fyrsta fjórðungi 2008
 Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta 859 m.kr.
Veltufjárhlutfall 1,11 í lok mars 2008
Eiginfjárhlutfall 19% í lok mars 2008

Tekjur Teymis námu 6 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi 2008 sem er 24% vöxtur
frá fyrra ári.  Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.003 milljónum króna
sem er 28% aukning frá fyrra ári.  Tap eftir reiknaða skatta nam 4.899
milljónum króna.  Veltufjárhlutfall Teymis er nú 1,11 og eiginfjárhlutfall 19%.
 Handbært fé frá rekstri fyrir greidda vexti og skatta nam 859 milljónum króna. 

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2008:

•	Sala nam 6 milljörðum króna (ma) til samanburðar við 4,8 ma á sama tímabili
árið áður sem gerir 24% innri vöxt á milli ára (9% pro-forma). 
•	EBITDA nam 1.003 m.kr. til samanburðar við 785 m.kr. á sama tímabili árið
áður sem gerir 28% innri vöxt á milli ára (11% pro-forma). 
•	EBIT nam 523 m.kr. 
•	Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur námu 6.107 m.kr. á tímabilinu.  Þar af
nam gengistap af vaxtaberandi skuldum 5,2 ma. 
•	Tap fyrir reiknaðan tekjuskatt nam 5.584 m.kr. og tap tímabilsins nam 4.899
m.kr. 
•	Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 859 m.kr. en eftir greidda
vexti og skatta 537 m.kr. 


Árni Pétur Jónsson, forstjóri
„Við erum mjög ánægð með vöxt tekna og EBITDA afkomu fyrsta ársfjórðungs.  Sala
tímabilsins er í samræmi við væntingar okkar og EBITDA afkoma yfir væntingum og
EBITDA hlutfall okkar er að vaxa milli ára.  Sjóðstreymið er jafnframt mjög
sterkt.  Rekstrarhorfur Teymis eru góðar á árinu 2008. 

Gengisfall íslensku krónunnar olli okkur verulegu tjóni á ársfjórðungnum og
leiddi til hækkunar á vaxtaberandi skuldum.  Líkt og mörg önnur félög hér á
landi hefur Teymi áhyggjur af sveiflum á íslensku krónunni og háu vaxtastigi.“

Attachments

teymi arshlutareikn 31 3 2008.pdf q1 teymis 2008 afkomutilkynning.pdf