Straumur sækir um heimild til greiðslustöðvunar



19. mars

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. (Straumur) hefur farið þess á
leit við Héraðsdóm Reykjavíkur að bankanum verði veitt heimild til
greiðslustöðvunar. Tilgangur greiðslustöðvunarinnar er að koma nýrri
skipan á fjármál félagsins og gera félagið rekstrarhæft á ný í
samvinnu við lánadrottna.

Nánari upplýsingar veitir:

Georg Andersen
Forstöðumaður Samskiptasviðs
s: 585 6707
georg@straumur.com