Ársreikningur Grindavíkurbæjar 2009 var tekinn til fyrri umræðu 14. apríl 2009


Ársreikningur Grindavíkurbæjar og stofnana fyrir árið 2009 var lagður fram til
fyrri umræðu í bæjarstjórn Grindavíkur þann 14. apríl 2010. 
Samkvæmt lögum ber að fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum og verður
seinni  umræða þann 12. maí 2010 og á þeim fundi er samþykkt bæjarstjórnar á
ársreikningnum fyrirhuguð. 
   Ef bæjarstjórn samþykkir ársreikninginn í fyrirliggjandi mynd og við
afgreiðslu og samþykkt bæjarstjórnar koma ekki fram mikilvægar
viðbótarupplýsingar, sem geta haft áhrif á gerð ársreikningsins og/eða
niðurstöður hans, munu endurskoðendur árita ársreikninginn með fyrirvaralausri
áritun.

Attachments

frettatilkynning_arsreikningur_grindavikurbr_2009.pdf grindavikurbr_ arsreikningur_2009.pdf