Íslandssjóðir hf. - Ársuppgjör 2010


Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2010

  • Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning Íslandssjóða hf. og B-hluta sem inniheldur ársreikning verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
     
  • Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2010 nam 259 m.kr. samanborið við 269m.kr. árið 2009.
     
  • Hreinar rekstrartekjur námu 1.015 m.kr. samanborið við 1017 m.kr. árið áður.
     
  • Rekstrargjöld námu 699 m.kr. samanborið við 700 m.kr. árið áður.
    • Heildareignir félagsins námu 2.986 m.kr. í árslok 2010 en voru 3.074 m.kr. í ársbyrjun.
    • Eigið fé í árslok 20010 nam 1.559 m.kr.en var 1.301 m.kr. í ársbyrjun.
    • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 163,7% í árslok 2010 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
       
  • Í lok desember 2010 voru 16 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 115.607 milljónum króna. Einn sjóður sem er skráður í Lúxemborg er í stýringu
     
  • Hagnaður færður á hlutdeildarskírteini eigenda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða var 10.547 m.kr. árið 2010 samanborið við tap uppá 2.124 m.kr. árið 2009.
     
  • Mikil áhersla hefur verið lögð á viðskipta- og vöruþróun og mun því starfi verða haldið áfram á árinu 2011. Nýjum sjóðum félagsins hefur verið mjög vel tekið, en vel yfir 10 þúsund fjárfestar eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum Íslandssjóða.
     
  • Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af Deloitte hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2010.
     
  • Í lok desember 2010 störfuðu 13 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdarstjóri félagsins er Agla Elísabet Hendriksdóttir.

    Lykiltölur í m.kr:: Sjá fréttatilkynningu í viðhengi..
     

         Nánari upplýsingar um ársreikning Íslandssjóða hf.
         veitir Agla Elísabet Hendriksdóttir, framkvæmdastjóri félagsins í síma 440-4917.


Attachments

Islandssjoir - Arsreikningur 2010.pdf Islandssjoir - frettatilkynning arsskyrsla 2010.pdf