AÐALFUNDUR MAREL HF. 29. FEBRÚAR 2012

UPPLÝSINGAR UM ARÐGREIÐSLUTILLÖGU


Eins og fram kemur í tillögum stjórnar Marel hf. til aðalfundar félagins árið 2012 er lagt til að greiddur verði út arður til hluthafa vegna reikningsársins 2011 sem nemur 0,95 evru sentum á hlut, en slík arðgreiðsla samsvarar u.þ.b. 20% af hagnaði ársins.

Fyrirhuguð heildararðgreiðsla nemur um 6,9 milljónum evra.

Arðgreiðslutillagan er í samræmi við markmið um fjármagnsskipan og arðgreiðslustefnu sem kynnt var á aðalfundi félagsins 2011.

Viðmiðunardagsetning arðgreiðslu (réttur til arðgreiðslu) yrði við lok viðskipta á aðalfundardegi, 29. febrúar 2012, og arðleysisdagur því 1. mars 2012.

Félagið vekur sérstaka athygli á því, að fallist hluthafar á argreiðslutillöguna verður arðurinn greiddur út í krónum (ISK) en þeir hluthafar sem óska hins vegar eftir arðgreiðslu í evrum (EUR) skulu tilkynna félaginu um slíkt með tölvupósti á netfangið dividends@marel.com, eigi síðar en 7. mars 2012. Í tilkynningunni skal hluthafi jafnframt veita upplýsingar um viðeigandi EUR reikning (þ.m.t. IBAN númer, SWIFT kóða og heimilisfang reikningseiganda), svo unnt sé að greiða arðinn án vandkvæða. Gerð er krafa um að EUR reikningur þessi sé á nafni viðkomandi hluthafa.

Hvað erlenda hluthafa varðar, gengur félagið út frá því að óskað verði eftir arðgreiðslu í EUR, nema félaginu verði tilkynnt um annað.

Við útreikning á fjárhæð arðgreiðslu verður miðað við miðgengi hins skráða opinbera við-miðunargengis Seðlabanka Íslands kl. 11:00 á aðalfundardegi (http://sedlabanki.is/?PageID=7).

Lagt er til að arðgreiðsla verði innt af hendi þann 14. mars 2012, tveimur vikum eftir aðalfund.

Öllum fyrirspurnum varðandi framangreint og hina fyrirhuguðu arðgreiðslu að öðru leyti skal beint til félagsins í gegnum netfangið dividends@marel.com.