Leiðrétting: Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 - Frétt send 2012-03-21 17:59:31 CET


Leiðrétting:
Í fyrri umræðu um ársreikning varð breyting á áætlaðri dagsetningu vegna seinni umræðu. Hún verður þann 18. apríl en ekki þann 4. apríl eins og fram kemur í áður birtum gögnum.

 

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 verður tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs miðvikudaginn 21. mars 2012 og hefst fundur kl. 17:00. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að seinni umræða um ársreikninginn fari fram í bæjarstjórn miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi.

Helstu niðurstöður.

  • Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt var jákvæð sem nam 656 millj. kr. á árinu 2011 og batnaði frá árinu 2010 um 187 millj. kr. Fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 611 millj. kr. afgangi.
  • Að teknu tilliti til fjármagnsliða var rekstarafkoma Fljótsdalshéraðs á árinu 2011 neikvæð sem nam 162 millj. kr. en fjárhagsáætlun 2011 gerði ráð fyrir 20 millj. kr. rekstarafgangi.
  • Skýrist verri afkoma af óhagstæðri verðlags-, vaxta og gengisþróun en fjármagnsgjöld hækkuðu um 397 millj. kr. á milli ára og námu samtals 624 millj. kr.  Fjárhagsáætlun 2011 gerði ráð fyrir 370 millj. kr. fjármagnsgjöldum.
  • Aukin framlegð í rekstri sveitarfélagsins skilar sér hins vegar í meiri fjármunamyndun og eykst veltufé frá rekstri um 143 millj. kr. á milli ára og nam í árslok 373 millj. kr., skv. sjóðstreymisyfirliti.  Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 345 millj. kr. í veltufé frá rekstri.
  • Staðan er sú í árslok 2011 að einungis vantar 19 millj. kr. upp á að veltufé frá rekstri standi undir afborgunum langtímaskuldbindinga.
  • Áætlanir sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2012-2015 gera svo ráð fyrir að þessi framlegðarauki haldi áfram og á árinu 2012 verði veltufé frá rekstri jákvætt um 479 millj. kr. á meðan afborganir af skuldbindingum nemi 415 millj. kr.  Rekstur Fljótsdalshéraðs er þá farinn að standa ríflega undir greiðslubyrði lána og áætlað að sú þróun haldi áfram  í langtímaáætlun sveitarfélagsins.

Rekstarafkoma  2011.

Samstæða A og B hluta:

Rekstarniðurstaða í samstæðureikningi Fljótsdalshéraðs fyrir A og B hluta á árinu 2011 var neikvæð um 162  millj. kr. sem er um 181,5 millj. kr. lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir í samþykktri áætlun fyrir árið 2011.  Framlegð  (EBITDA) úr  rekstrinum skilaði 656 millj. kr. eða 22,5% framlegðarhlutfalli.  Til samanburðar nam framlegð um 469 millj. kr. á árinu 2010 eða 19,4% framlegðarhlutfall.

Samkvæmt rekstarreikningi ársins 2011 námu rekstartekjur A og B hluta 2.908 millj. kr. samanborið við 2.416 millj. kr. á árinu 2010. Hækkun tekna miðað við fyrra ár nemur 20%.  Þar af nemur tekjuaukning vegna málaflokks fatlaðra um 209 millj. Kr. eða tæp 11%.  Að auki nam tekjufærsla vegna tekjuskattseignar um 49 millj. kr.

Rekstargjöld A og B hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2.494 millj. kr. en voru 2.177 millj. kr. á árinu 2010. Hækkun frá fyrra ári nemur 14,5%.  Þar af nema útgjöld vegna yfirtöku á málaflokki fatlaðra um 209 millj. kr. eða 4,5%.

Veruleg breyting varð á fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum milli ára.  Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2011 námu 624 millj. kr. samanborið við 228 millj. kr. árið 2010 eða 396 millj. kr. lakari niðurstaða. 

Afkoma sveitarfélagsins á árinu  2011 er því  um 174 millj. kr. lakari miðað við árið 2010.

 

Sjóðstreymisyfirlit A  og B hluta:

Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti 2011 nam veltufé frá rekstri A og B hluta 373 millj. kr. á árinu  samanborið við 230 millj. kr. á árinu 2010, sem svarar til 143 millj. kr. hækkunar á milli ára.

Að teknu tilliti til breytinga á rekstartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B hluta um 438 millj. kr. samanborið við 244 millj. kr. á árinu 2010, eða sem svarar til 79,9% hækkunar á milli ára.

Fjárfestingarhreyfingar á árinu  í A og B hluta námu samtals 400,5 millj. kr. samanborið við 587 millj. kr. á árinu 2010.

Fjármögnunarhreyfingar ársins fyrir A og B hluta sýna að innborganir umfram útborganir námu 89,5 millj. kr. á árinu 2011.

Handbært fé hækkaði um 127 millj. kr. á árinu og nam 167 millj. kr. í árslok 2011.


Efnahagsreikningur A og B-hluta  31.12.2011:

Eignir A og B hluta:

Heildareignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 7.066 millj. kr. í árslok 2011 fyrir A og B hluta, samanborið við 7.002 millj. kr. í árslok 2010.  Breyting á milli ára er 1% hækkun.

Varanlegir rekstarfjármunir námu alls 6.303 millj. kr. hjá A og B hluta og lækka um 88 millj. kr. frá fyrra ári.

Áhættufjármunir og langtímakröfur námu 385 millj. kr. sem er hækkun um 42 millj. kr. á milli ára, sem skýrist af hækkun skattaeignar.

Óinnheimtar skatttekjur námu 90 millj. kr. í árslok 2010 samanborið við 81 millj. kr. árið áður og nemur hækkunin 10% á milli ára.

Aðrar skammtímakröfur lækka um 22% á milli ára og námu í árslok 119 millj. kr.


Eigið fé A og B hluta:

Eigið fé A og B hluta var neikvætt um 380 millj. kr. í árslok 2011 og er eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins neikvætt um  -0,54% samanborið við 0,5% eiginfjárhlutfall í árslok 2010.  Neikvæð rekstarafkoma skýrir að hluta þessa miklu breytingu á eiginfjárstöðu frá fyrra ári.  Að auki var í uppgjöri færð 253 millj. lækkun eiginfjár í A hluta.  Skýringin er sú að í samræmi við reikningsskilareglur sveitarfélaga voru framtíðartekjur af lóðaleigu núvirtar og færðar til eignar.  Síðan var tekin sú ákvörðun að lækka lóðaleigu á íbúðarhúsnæði á árinu 2011 sem þýddi 12 millj. kr. lækkun á lóðaleigutekjum en á móti var hækkaðar álagningarprósentur á fasteignaskatti.   Endurmat á núvirtri lóðaleigueign í samræmi við reikningsskilareglur lækkar eignastofninn um 253 millj. kr. vegna lækkunar á álagningarprósentu lóðaleigu og færist gegnum eigið fé.


Skuldir og skuldbindingar A og B hluta:

Heildarskuldir og skuldbindingar samkvæmt efnahagsreikningi námu 7.446 millj. kr. í árslok 2011 fyrir A og B hluta, samanborið við 6.966 millj. kr. í árslok 2010.

Langtímaskuldir námu alls 6.316 millj. kr. hjá A og B hluta samanborið við 5.940 millj. kr. árið áður og hækka um 6,3% á milli ára.

Skammtímaskuldir án  næsta árs afborgana námu 403 millj. kr. í árslok 2011 hjá A og B hluta samanborið við 364 millj. kr. árið áður og nemur hækkunin alls 10,7% á milli ára.

Rekstarafkoma  2011.

A hluti:

Rekstartekjur A hluta námu 2.577 millj. kr. samanborið við 2.109 millj. kr. á árinu 2010.  Hækkun milli ára nemur alls 22%.

Rekstargjöld A hluta námu alls 2.278 millj. kr. á árinu 2011 en voru 1.966 millj. kr. á árinu 2010.

Hækkun frá fyrra ári nemur 16%.

Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur námu 496 millj. kr. samanborið við 173 millj. kr.  á árinu 2010.


Sjóðstreymisyfirlit A hluta:

Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti 2011 nam veltufé frá rekstri í  A hluta  233 millj. kr. á árinu 2011 samanborið við 114 millj. kr. á árinu 2010, sem svarar til 119 millj. kr. hækkunar á milli ára.

Að teknu tilliti til breytinga á rekstartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A hluta um 230 millj. kr. samanborið við 134 millj. kr. á árinu 2010.

Fjárfestingarhreyfingar á árinu í A hluta námu samtals 432 millj. kr. samanborið við 562 millj. kr. á árinu 2010.

Fjármögnunarhreyfingar ársins fyrir A hluta sýna að innborganir umfram útborganir voru  317 millj. kr. á árinu 2011.

Handbært fé hækkaði  um 114 millj. kr. á árinu og nam það 139 millj. kr. í árslok 2011.

 

Efnahagsreikningur A-hluta  31.12.2011:

Eignir A hluta:

Heildareignir A hluta námu 5.546 millj. kr. í árslok 2011, samanborið við 5.665 millj. kr. í árslok 2010 sem er lækkun um 2,1% á milli ára. 


Skuldir og skuldbindingar A hluta:

Heildarskuldir og skuldbindingar A hluta námu 5.750 millj. kr. í árslok 2011 samanborið við 5.420 millj. kr. í árslok 2010 sem er hækkun  um 6,1% á milli ára.

Langtímaskuldir námu alls 4.650 millj. kr. hjá A samanborið við 4.499 millj. kr. árið áður og hækka um 3,3% á milli ára.

Skammtímaskuldir að frádregnum næsta árs afborgunum lána námu 462 millj. kr. í árslok 2010 hjá A hluta samanborið við 344 millj. kr. árið áður og nemur hækkunin alls 34% á milli ára.

Fjárfestingar á árinu 2011:

Fjárfesting A hluta í varanlegum rekstarfjármunum nam 156 millj. kr. á meðan fjárfestingaráætlun gerði ráð fyrir 20 millj. kr.  Stærsta frávikið er kaup á eignum ríkissjóðs vegna yfirtöku á málaflokki fatlaðra og nam sú fjárhæð 113 millj. kr.  Að auki þurfti að stækka og breyta bæjarskrifstofum vegna þessa.  Nam sá kostaður um 16 millj. kr.  Aðrar helstu fjárfestingar í A hluta eru gatnagerð 5, 6 millj., undirbúningskostnaður á nýjum urðunarstað 4 millj. kr., íþróttamannvirki 7,5 millj. kr.

 

Fjárfesting í B hluta nam samtals 262 millj. kr. en fjárfestingaráætlun  gerði ráð fyrir 162 millj. kr. í fjárfestingar.  Stærstu liðir þar eru hitaveituframkvæmdir upp á 236 millj. kr. sem að stærstum hluta er Vallaveita sem er sumarbústaðahverfið að Einarsstöðum og Úlfstöðum og er 11 km. frá Egilsstöðum.  Farið var í framkvæmir við vatnsveitu fyrir 14 millj. kr., og fráveitu fyrir 3 millj. kr.  Að auki var keypt 1 í búð fyrir Dvalarheimili aldraðra að fjárhæð 9,5 millj. kr.

Fjárhagsáætlunin var ekki tekin til endurskoðunar  á árinu 2011.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga:

Haldir voru 2 upplýsingafundir með eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga á árinu 2011 og fjárhagslegar upplýsingar sendar með reglubundum hætti í samræmi við lög og reglur.

 Nánari upplýsingar veitir:  Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs


Attachments