Farice gerir þjónustusamning við ríkið í almannaþágu.


Farice ehf hefur gert þjónustusamning við Ríkissjóð varðandi þjónustu í almannaþágu (Public Service Contract).  Er samningurinn gerður í samræmi við kröfur ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) til að gera Ríkissjóði mögulegt að greiða fyrir þjónustu Farice ef þörf er talinn á slíku til að tryggja öryggi í fjarskiptatengingum við umheiminn.  Hluti framlagsins var nýttur til greiðslu á skuldabréfaflokknum EFAR 09 sem var með gjalddaga 15.apríl s.l.