Samandreginn árshlutareikningur Ríkisútvarpsins ohf 29. 2. 2012


Rekstur RÚV í jafnvægi

 

Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á reikningstímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 var 9 milljónir króna sem er í samræmi við áætlanir félagsins. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 5.660 milljónum króna, bókfært eigið fé í lok reikningstímabilsins er 746 milljónir króna og eiginfjárhlutfall félagsins er 13,2%.

 

Góður árangur náðist á tímabilinu við að hækka hlutfall dagskrár- og framleiðslukostnaðar af rekstrartekjum. Það fór í 71% en var í síðasta árshlutauppgjöri 64%.

 

Árshlutareikningurinn er í viðhengi.

 


Attachments