Ársuppgjör Farice fyrir árið 2012


Heildartekjur námu 10,1 milljón evra.
Rekstrartekjur fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) reyndust 3,9 milljónir evra.
Eiginfjárhlutfall var 46,6% í lok ársins.

Heildartekjur félagsins jukust um 41% en kostnaður um 7%. Gríðarleg fjárfesting félagsins leiðir hins vegar til hárra afskrifta og fjármagnskostnaðar sem samtals nemur sömu upphæð og velta félagsins. Tap varð 6,1 milljónir evra þrátt fyrir 2,4 milljón evra betri afkomu en árið á undan.

Kerfisrekstur félagsins gekk vel og áreiðanleiki þjónustu Farice er eftirtektarverður en ekki varð rof á sambandi Íslands við umheiminn á síðasta ári. Þannig hefur það reyndar verið allt frá lagningu Danice strengsins. Frá upphafi félagsins hefur aldrei orðið rof a sæstrengshluta félagsins frá því að Farice-1 strengurinn var tekinn í notkun 2004.

 

Frekari upplýsingar:

Ómar Benediktsson 585 9701

 

 

 

Sjá meðfylgjandi viðhengi.


Attachments

0428_001.pdf Farice ehf Financial Statement 2012 - signed.pdf