Samningsgerð RÚV og Fjarskipta hf.


Ríkisútvarpið og Fjarskipti undirrituðu í dag samning til 15 ára sem felur í sér dreifingu á tveimur stafrænum háskerpusjónvarpsrásum fyrir RÚV til allra landsmanna. Jafnframt taka Fjarskipti að sér rekstur allra núverandi dreifikerfa RÚV, bæði fyrir útvarp og sjónvarp. Með samningnum dregur mjög úr þörf á fjárbindingu fyrir RÚV á umræddu tímabili og áhrifin á rekstur félagsins verða jákvæð á tímabilinu.