FÍ Fasteignafélag hefur birt viðauka við útgáfulýsingu skuldabréfa


FÍ Fasteignafélag slhf. hefur birt viðauka við útgáfulýsingu skuldabréfa, FIF 13 01, sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað, NASDAQ OMX Iceland hf.

Í orðalagi skilgreininga í kafla 2.2. „Auðkenni útgáfunnar, nafnverð svo og önnur skilyrði sem varða útgáfuna og skuldbinda útgefanda“, í öðrum kafla útgáfulýsingarinnar sem nefnist „Upplýsingar um útgáfuna“ kemur fram að grunnvísitala skuldabréfanna er vísitala neysluverðs til verðtryggingar (VNV) þann 20. júlí. Vísitalan þann 20. júlí var 412,6933, en í útgáfulýsingunni var misritað 414,6933. Því gerir útgefandi eftirfarandi breytingu á útgáfulýsingunni:

 

Skilgreiningunni „Verðtrygging og grunnvísitala“ er breytt þannig að tölugildinu er breytt úr „414,6933“ í „412,6933“. Hljóðar því skilgreiningin svo eftir breytingu:

 

Verðtrygging og grunnvísitala: Skuldabréfin eru bundin við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar (VNV). Grunnvísitala skuldabréfanna er VNV þann 20. júlí, 412,6933.

 

 

Útgáfulýsingin, dagsett 23. júlí 2013, og viðaukar við hana, dagsettir 29. ágúst, 12. september og 27. september eru gefnir út á íslensku og birtir á vefsíðu FÍ, fifasteignir.is. 

Skjölin má nálgast á pappírsformi hjá útgefanda, FÍ Fasteignafélagi, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík næstu 12 mánuði frá 27. september 2013.