Lánasamningur vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Egilsstöðum


Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 23. október 2013 að ganga til samninga við Lánasjóð Sveitarfélaga um fjármögnun byggingar á nýju hjúkrunarheimli.  Samningur verður lagður til staðfestingar í bæjarstjórn þann 6. nóv. nk.

Fjárhæð samnings nemur all að 1.500 millj. kr. sem er áætlaður framkvæmdakostnaður verkefnisins og endurgreiðist á 20 árum.

Fyrir liggur samningur við Velferðarráðuneytið um kostnaðarþátttöku ríkisins sem greiðir sitt framlag (85%) skv. grunnverði byggingarkostnaðar í formi leigugreiðslna til næstu 40 frá því að bygging hefur verið tekin í notkun.

Fjárfesting þessi er hluti af langtímaáætlun sveitarfélagsins til 10 ára sem samþykkt var á árinu 2012 og var því inn í forsendum fjárhagsáætlunar fyrir árin 2013 – 2017.

 

Nánari upplýsingar veita:

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri