Ríkisútvarpið ohf. lækkar rekstrarkostnað og fækkar starfsmönnum


Ríkisútvarpið ohf. þarf að lækka árlegan rekstrarkostnað félagsins um 500 m.kr. Ástæður þessa má rekja til nokkurra þátta, sem allir eru RÚV óhagstæðir. Þyngst vega lækkun þjónustutekna undanfarin ár og skerðing á möguleikum til tekjuöflunar með nýjum lögum um RÚV frá því í vor. Einnig spilar inn í samdráttur á auglýsingamarkaði. Þetta leiðir til þess að fækka þarf starfsmönnum hjá félaginu um 60 og þar af verða beinar uppsagnir 39 sem koma til framkvæmda nú þegar.