Ársreikningur Reykjanesbæjar 2013

Jákvæð rekstrarniðurstaða en tap vegna fjármagnsliða


Rekstrarniðurstaða (framlegð) samstæðu Reykjanesbæjar var jákvæð um 2,6 milljarða kr. fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Hreint veltufé frá rekstri jókst milli ára. Handbært fé frá rekstri jókst milli ára og skuldaviðmið stendur nánast í stað. Reiknað tap samstæðu nemur 973 milljónum króna að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða. Taprekstur af Reykjaneshöfn nemur 650 milljónum kr. Þrátt fyrir mjög erfiðan rekstur hafnarinnar undanfarin ár eru vonir bundnar við nýja samninga sem undirritaðir hafa verið síðustu daga, s.s. fjárfestingarsamningur við United Silicon og lóðarsamningur við Thorsil ásamt samningi við Brúarfoss um framkvæmdir vegna vatnsútflutnings.

Hreint veltufé frá rekstri jókst á milli ára um 54 m.kr í bæjarsjóði og um 628 m.kr í samstæðu.

Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum hækkaði frá árinu 2012 úr 4,1% í 4,4% hjá bæjarsjóði og úr 10,3% í 13,9% hjá samstæðu.

Handbært fé frá rekstri jókst á milli ára um 507 m.kr í bæjarsjóði og um 862 m.kr í samstæðu.

Handbært fé frá rekstri sem hlutfall af tekjum nam 8,6% í bæjarsjóði og 15,2% í samstæðu.

Eignir hækkuðu um tæpan 1,8 milljarð kr. í bæjarsjóði og 2,6 milljarða kr. í samstæðu.

Rekstrarniðurstaðan ber þó merki þess að enn urðu tafir á atvinnuverkefnum í Helguvík, hærri verðbólga varð en Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir og mun hærri kostnaðarliðir urðu vegna fjárhagsaðstoðar við atvinnulausa íbúa en kostnaður félagsþjónustu er 152 milljónir kr. umfram áætlun. Þá var mikil fjölgun leikskólabarna vegna flutnings fjölskyldufólks í bæinn en heildarkostnaður jókst um 97 milljónir kr. umfram áætlun. Í fimmta lagi fluttust tekjur eignasjóðs frá árinu 2013 yfir á þetta ár og eru því ekki í ársreikningi 2013.

Skuldaviðmið bæjarsjóðs og samstæðu er aðeins hagstæðara en í upphaflegri áætlun. Áfram er reiknað með að skuldaviðmið verði komið niður fyrir viðmiðunarmörk sveitastjórnarlaga innan 5-6 ára eins og lögin gera ráð fyrir (sjá greiningarefni).

 

Sjá fréttatilkynningu í viðhengi.

 

 

Nánari upplýsingar veitir fjármálastjóri,
Þórey I. Guðmundsdóttir (thorey.i.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is).

 

 


Attachments

Reykjanesbær fréttatilkynning.pdf Reykjanesbær ársreikningur 2013_fyrri umræða í bæjarstjórn.pdf