Tímabundin undanþága á skyldum viðskiptavaka


Arion banki hefur ákveðið í ljósi þeirrar óvissu sem gæti skapast í kjölfar ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli nr. E-25/13 (Gunnar V. Engilbertsson gegn Íslandsbanka hf.), sem birt  verður fyrir opnun markaða í dag, að veita viðskiptavaka, MP banka, tímabundna undanþágu frá samningsskyldum vegna sértryggðra skuldabréfa bankans. Þannig er viðskiptavaka ekki skylt að leggja fram kaup- og sölutilboð í viðskiptakerfi NASDAQ OMX í dag, 28. ágúst.


Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s. 856 7108.