Fjármál Reykjanesbæjar


 

Síðast liðið vor samþykkti bæjarstjórn Reykjanesbæjar einróma að fá KPMG og Harald Líndal Haraldsson hagfræðing og ráðgjafa til að gera úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjanesbæjar, bæði A-og B hluta. Á íbúafundi í gær voru skýrslur KPMG og Haralds Líndals kynntar.

Það er ljóst að staðan er flókin en með samstilltu átaki bæjaryfirvalda, starfsmanna og bæjarbúa er hægt að snúa henni við innan þeirra tímamarka sem sveitarfélögum hafa verið gefin. Á næstu 7 árum, eða fyrir árið 2022, á skuldahlutfall A og B hluta að vera komið undir 150% af tekjum samstæðunnar. Það er öllum ljóst að verkefnið krefjandi en gerlegt. Reykjanesbær er með öll sín lán í skilum.

Meðfylgjandi eru skýrslur KPMG og Haralds Líndals.


Nánari upplýsingar veitir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri.


Attachments

Reykjanesbær-17082014_lokaeintak.pdf Sóknin_skýrsla_lokaeintak_29 10 2014.pdf