REG3A fjármögnun : Breyting á undirliggjandi veðandlagi og leiðrétting


Í janúar 2014 gaf REG3A fjármögnun út skuldabréf, REG3A 14 1, til fjármögnunar á lánssamningi við Reginn atvinnuhúsnæði ehf. þar sem til tryggingar eru m.a. safn fasteigna í eigu Regins ativnnuhúsnæðis. Samkvæmt þeim lánssamningi er Reginn atvinnuhúsnæði heimilt að gera breytingar á veðandlagi svo lengi sem önnur sambærileg veð komi í staðinn. Slíkt þarfnast þó samþykkis REG3A fjármögnunar sem lánveitanda. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið er að finna í útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins.

Leiðrétting: Í viðauka við útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins kom fram að viðmiðunarvirði Hringbrautar 121, 101 Reykjavík, væri 475 m.kr. Um innsláttarvillu úr samantektarskýrslu matsaðila er að ræða. Rétt viðmiðunarvirði Hringbrautar 121, 101 Reykjvík, er 237 m.kr., skv. matsaðila og hefur það verið leiðrétt í útgáfulýsingu. Útgáfulýsingu má nálgast á vefsíðu Verðbréfaskráningar Íslands.

Reginn atvinnuhúsnæði hefur óskað eftir því að fá að selja Hringbraut 121, 101 Reykjavík, fastanr. 222-3326, og í staðinn verði sett að veði Skipagata 9, 600 Akureyri, fastanr. 222-9315, 222-9317, 222-9318, 222-9319 og 222-9320.  Uppreiknað virði Hringbrautar 121 (eftir ofangreinda leiðréttingu) til viðmiðunar í lánssamnigi er um 239,4 m.kr. og er virði þeirra eignar sem kemur í staðinn meira eða um 276 m.kr. samkvæmt mati óháðs matsaðila. REG3A fjármögnun hefur samþykkt ofangreinda breytingu á veðandlagi í samræmi við skilmála lánssamnings og útgefinna skuldabréfa REG3A 14 1.

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon, forstöðumaður skuldabréfa, ALDA sjóðir hf. í síma 510-1090.