Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014



Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2014  var  samþykktur  í bæjarráði Fljótsdalshéraðs þann 1. apríl 2015 og verður síðar þann sama dag lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.   Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er gert ráð fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 15. apríl 2015.

Helstu niðurstöður.

  • Rekstarfkoma samstæðu A og B hluta Fljótdalshéraðs á árinu 2014 var jákvæð um 129 millj. kr.  Þar af er rekstarafkoma A-hlutans jákvæð um 75 millj. kr.

                       Framlegð samstæðu A- og B hluta nam 729 millj. kr. eða 21,47% af rekstartekjum.

                       Framlegð A hluta nam 514 millj. kr. eða 17,03% af rekstartekjum.

  • Veltufé frá rekstri nam 493 millj. kr. á árinu 2014 í samstæðu A- og B hluta eða 14,5% í hlutfalli af rekstartekjum og 345 millj. kr. í A hluta eða 11,4% í hlutfalli af rekstartekjum.
     
  • Eigið fé var jákvætt í árslok 2014 um 85 millj. kr. í samstæðu A- og B hluta.  Í A hluta er eigið fé jákvætt um 69 millj. kr.
     
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2014 um 8.549 millj. kr. og hækka um 613 millj. kr. frá árinu 2013 sem skýrist af 800 millj. kr. lántöku vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili.  Ríkissjóður mun á næstu 40 árum greiða sinn hluta í þeirri framkvæmd í formi leigugreiðslu.  Skuldahlutfall í samstæðu A- og B hluta er 250% í árslok 2014.  Skuldaviðmið skv.  reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 217% í árslok 2014  en  skal skv. sveitarstjórnarlögum vera 150%.  Skuldaviðmið A hluta í árslok 2014 er 176%. Samkvæmt aðlögunaráætlun sem Fljótsdalshérað samþykkti árið 2012 er það markmið sveitarfélagsins að skuldaviðmið verði komið niður fyrir 150% árið 2019.  Góð afkoma á árinu 2014 styrkir verulega að þau markmið gangi eftir á tilsettum tíma.
     
  • Skuldir og skuldbindingar í A hluta nema 5.508 millj. kr. í árslok 2014 og lækka um 261 millj. kr.  Skuldahlutfall er 181% og áætlað er að skuldaviðmið í A hluta verði komið undir 150% í árslok 2016.
     
  • Rekstartekjur sveitarfélagsins námu 3.393 millj. kr. á árinu 2014 sem er 134 millj. kr. hærra en árið 2013 eða 4% hækkun tekna á milli ára.  
     
  • Launakostnaður sveitarfélagsins nam 1.639 millj. kr. sem er um 121 millj. kr. hækkun frá árinu 2013 og nemur hlutfallsleg hækkun um 8%.  Þar af hækkaði útreiknuð lífeyrisskuldbinding sveitarfélagsins um 39 millj. kr. frá fyrra ári.
     
  • Rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 2.665 millj. kr. á árinu 2014 sem er hækkun um 133 millj. kr. frá árinu 2013 eða 5% breyting.
     
  • Fjármagnsliðir í samstæðu A- og B hluta námu 337 millj. kr. og eru 66 lægri en gert var ráð fyrir í samþykktri fjárhagsáætlun.
     
  • Fjármagnsliðir A hluta námu 258 millj. kr. og eru 59 millj. lægri en í samþykktri fjárhagsáætlun.
     
  • Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 1.410 millj.kr. á árinu 2014 eða 56% af skatttekjum.  Til félagsþjónustu var veitt 386 millj.kr. og eru þar meðtalin málefni fatlaðs fólks sem sveitarfélagið hefur sinnt frá og með árinu 2011.  Íþrótta- og æskulýðsmál eru þriðja stærsta verkefni sveitarfélagsins en til þeirra mála var varið um 231 millj.kr.
     
  • Á árinu 2012 var gerður samningur við Velferðarráðuneytið vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Egilsstöðum og er áfallinn framkvæmdakostnaður í árslok 2014 um 1.260 millj. kr.  Ríkissjóður mun skv. samningnum greiða sinn hlut í byggingarkostnaði með leigugreiðslum næstu 40 ár eftir að húsnæðið er tekið í notkun sem er 12. mars 2015.
     
  • Í árslok 2014 var gengið frá innlausn leigueigna úr Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf.  Innlausnarverð áfallinar leiguskuldbindingar nam tæpum 700 millj. kr. og hafði ekki áhrif á heildarskuldbindingar eða greiðsluflæði sveitarfélagsins. Um er að ræða Leikskólann Skógarland og Fellavöll.
     
  • Fjárfestingar námu 1.028 millj.kr. á árinu 2014, þar af fóru 820 millj.kr. í  byggingu á nýju hjúkrunarheimili. Hitaveita Egilsstaða og Fella  varði 139 millj. til fjárfestinga á árinu 2014.  Fjárfestingar í gatnakerfi námu um 19 millj. kr.  Aðrar fjárfestingar námu 50 millj. kr.  sem eru ýmis smærri verkefni en þar má nefna 12 millj. vegna áhaldageymslu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og 10 millj. vegna kaupsamnings um húsnæði í Miðvangi 6.   Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að 1.234 millj. kr. yrði varið til fjárfestinga á árinu 2014 en þar sem ekki náðist að ljúka byggingu á nýju hjúkrunarheimili færast 200 millj. kr. vegna þessa yfir á árið 2015.    

 

 
 

Nánari upplýsingar veitir:  Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs.

 


Attachments

Samstæða Fljótsdalshérað 2014_010415_undirritað af bæjarstjóra og bæjarr....pdf