Fljótsdalshérað - Fjárhagsáætlun 2016 – 2019


Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2016 – 2019 er til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs í dag, miðvikudaginn 4. nóvember.

Þriggja ára áætlun er hluti af þeirri áætlun sem hér er lögð fram.

 

Helstu viðmið fjárhagsáætlunar Fljótdalshéraðs eru:

 

  • Jafnvægi skal vera á milli samanlagðra rekstartekna og gjalda A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili.
    • Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 er rekstarjöfnuður áranna 2014-2016 jákvæður um 314 millj. kr.  fyrir samstæðu  A- og B- hluta.

      

  • Framlegð rekstrar (niðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði) skal vera á bilinu 15 – 20%.
           
    • Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 verður framlegðarhlutfall A-hluta 17,9% og í samstæðu A og B hluta 25,1%.
     

 

  •   Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nemi ekki lægri fjárhæð en sem nemur afborgunum og vöxtum af langtímalánum
       
    • Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 mun veltufé frá rekstri nema 644 millj. kr. en afborganir af skuldbindingum verða um 518 millj. kr. í samstæðu A og B hluta. Í A hluta nemur veltufé frá rekstri um 413 millj. kr. en greiðslur vegna skuldbindinga nema um 346 millj. kr.        

 

  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu (A- og B-hluta) fari ekki yfir 250% af skilgreindum tekjum.
    • Samkvæmt fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 verður skuldaviðmið samstæðu A og B hluta skv. reglugerð 190% og hjá A hluta verður skuldaviðmið 147% í árslok 2016.   Skuldahlutfall  A-hluta verður 151% og samstæðu A og B hluta um 222% í árslok 2016. 
    • Árið 2019 verður skuldaviðmið A hluta um 110% og í samstæðu A og B hluta er áætlað að skuldaviðmið nemi um 149,8%.   Skuldahlutfall A hluta verður 113% og skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 178% í árslok 2019.

 

  • Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta mun árið 2019 fara niður undir 150% skv. Langtímaáætlun og er í samræmi við aðlögunaráætlun sem samþykkt var árið 2012 og lögð fyrir eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.  Áætlað er að skuldaviðmið A hluta fari niður fyrir 150% þegar á árinu 2016.

 

 

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2016-2019

Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir 66 millj. kr. rekstarafgangi í samstæðureikningi A- og B hluta sveitarfélagsins.   Þar af er gert ráð fyrir  jákvæðri afkomu í A hluta sem nemi  61 millj. kr.  

Áætluð rekstarniðurstaða miðast við 4,3% verðbólgu á árinu 2016.    Í útkomuspá fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstarafkomu. 

Veltufé frá rekstri á árinu 2016 í samstæðunni nemur um 644 millj. kr. en þar af eru 413 áætlaðar hjá A hluta.   Framlegð nemur um 950 millj. í samstæðu A og B hluta eða 25,1% af rekstartekjum.  Þar af nemur framlegð í rekstri A hlutans um 597 millj. kr. eða 17,9% af rekstartekjum.

Á árunum 2016 til 2019 er áætlað að verja 860 millj. kr. til fjárfestinga.  Fjárfestingar HEF ehf eru á tímabilinu áætlaðar 436 millj. kr. og fjárfestingar í Eignasjóði eru áætlaðar 420 millj. kr.  Í nýsamþykktum sveitarstjórnarlögum er kveðið á um að áður en sveitarstjórn taki ákvörðun um fjárfestingu, framkvæmd eða aðra skuldbindingu sem nemur hærri fjárhæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins fyrir yfirstandandi reikningsár, er skylt að gera sérstakt mat á áhrifum hennar á fjárhag sveitarfélagsins.  Fjárfestingar næstu ára eru innan þessara marka eða undir 5% á ári á árunum 2016-2019.

Í áætlun ársins 2016 er gert ráð fyrir sölu eigna að fjárhæð 30 millj. kr. 

Fjármagnsliðir eru áætlaðir um 593 millj. kr. í samstæðu A og B hluta á árinu 2016 og þar af nema reiknuð áhrif verðlagsbreytinga um 279 millj. kr og fjárhæð greiddra vaxta nemur því um 314  millj. kr.   Fjármagnsliðir í A hluta eru áætlaðir 367 millj. kr. en þar af eru 175 millj. kr. verðbætur á lán og 192 millj. kr. í greidda vexti.

Lántökur á árunum 2016 til 2019 eru áætlaðar um 30 millj. sem er í Eignasjóði á árinu 2016.

Afborganir lána eru áætlaðar að nemi um 518 millj. kr. á árinu 2016 í samstæðunni, þar af 347 millj. hjá A hlutanum.  

Heildarskuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 8.390 millj. kr. í árslok 2016 hjá samstæðu A og B hluta.  Þar af nema skuldir og skuldbindingar A hluta um 5.362 millj. kr.

Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta er í árslok 2016 um 190%  en í A hluta nemur það 147%.  Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta mun árið 2019 fara niður fyrir 150% skv. langtímaáætlun.  Áætlað er að skuldaviðmið A hluta fari niður fyrir 150% árið 2016. 

   

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri

 

 

 


Attachments

Áætlun 2016_heild.pdf