FÍ fasteignafélag slhf. hefur skrifað undir kaupsamning um kaup á hluta af fasteigninni Bankastræti 7 í 101 Reykjavík


 

Í dag var skrifað undir kaupsamning um kaup FÍ fasteignafélags slhf á hluta fasteignarinnar Bankastræti 7. Um er að ræða jarðhæð og kjallara. Seljandi er Bankastræti fasteignafélag ehf. kt. 470208-0740.

Þessi hluti fasteignarinnar Bankastræti 7 er verslunarhúsnæði sem er 811,6 fermetrar að stærð .

Kaupverð er 476,5 mkr og verða fjármögnuð með eigin fé og stækkun á skuldabréfaflokki félagsins FIF 13 01.

Fjárfestingin fellur vel að fjárfestingarstefnu félagsins m.t.t staðsetningu og leigutíma.

Leigutaki í Bankastræti 7 er verslun Cintamani og er húsnæðið því 100% útleigt. Leigusamningur er til 6 ára.

Með kaupunum á Bankastræti 7 þá aukast leigutekjur félagsins um 40 mkr á ári og EBITDA félagsins um 7% á ársgrundvelli.

Gert er ráð fyrir að afhending eignarinnar til FÍ verði í byrjun árs 2016.

Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri FÍ, Örn V. Kjartansson s. 8259000,

orn@fifasteignir.is