REG3A fjármögnun : Breyting á undirliggjandi veðandlagi, samþykki skuldabréfaeigenda


Samkvæmt útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins REG3A 14 1 er útgefanda flokksins, REG3A fagfjárfestasjóði, kt. 431213-9900, heimilt að leyfa Reginn atvinnuhúsnæði ehf., kt. 521009-1010, að skipta út eignum í undirliggjandi veðandlagi lánssamnings milli útgefanda og Regins atvinnuhúshæðis. Undir liðnum sérstök skilyrði d) í útgáfulýsingu REG3A 14 1 kemur eftirfarandi fram:

"Í lánssamningi útgefanda við Regin atvinnuhúsnæði ehf. kemur fram að Regin atvinnuhúsnæði ehf. geti selt eignir sem standa til tryggingar með samþykki útgefanda svo lengi sem önnur veð koma í staðinn, skv. skilmálum. Fari svo að Reginn atvinnuhúsnæði ehf. óski eftir því að selja fasteignir úr veðandlaginu skal útgefandi ekki samþykkja slíka sölu nema með fyrirfram samþykki 75% skuldabréfaeigenda ef eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum eru til staðar:

  1. Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur selt a.m.k. tvær fasteignir úr veðandlaginu síðastliðna 12 mánuði.
  2. Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur selt samanlagt 20% eða meira af virði veðandlagsins eða fyrir séð að umrædd sala leiði til þess. Virði veðandlagsins er skilgreint í lánssamningi.
  3. Um er að ræða sölu innan samstæðu Regins hf. "

Reginn atvinnuhúsnæði hefur óskað eftir því að selja fasteignirnar við Brúarvog 1-3, fnr. 230-9730 og Rofabæ 39, fnr. 204-5264, báðar í Reykjavík, úr undirliggjandi veðandlagi en samanlagt uppreiknað matsvirði eignanna er um 2.177 m.kr. (14% af veðandlagi). Reginn atvinnuhúsnæði ehf. hefur óskað eftir því að í staðinn komi eftirfarandi eignir að veði:

Eign  Staður Fastanúmer Virði Matsaðili
Hlíðarsmári 1 Kópavogur 225-5456 942.000.000 PWC
Íshella 8 Hafnarfirði 225-4142 876.000.000 PWC
Dvergshöfði 2 8 hæð Reykjavík 229-9867 100.500.000 Kaupverð 2015*
Tryggvagata 11 Reykjavík 225-0011 105.000.000 Kaupverð 2015*
Austurvegur 10 Selfossi 224-0572 66.000.000 PWC
Bæjarhraun 22 2.-3.h. Hafnarfirði 225-0150 105.000.000 PWC
"   225-0151    
"   225-0152    
"   225-0153     
Samtals     2.194.500.000  

* staðfest af fasteignasala

Þar sem liður I hér að ofan á við, þ.e. fleiri en tveim eignum skipt út á 12 mánaða tímabili, óskar REG3A fagfjárfestasjóður eftir samþykki skuldabréfaeigenda REG3A 14 1 á ofangreindum breytingum á veðandlagi. Tilkynnt verður þegar samþykki fjárfesta liggur fyrir og REG3A fjármögnun hefur samþykkt söluna.

Nánari upplýsingar veitir Þorkell Magnússon, forstöðumaður skuldabréfa, ALDA sjóðir hf. í síma 510-1090.