Ársuppgjör Farice fyrir árið 2015

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði annað árið í röð


Heildartekjur jukust um 9% og voru 15 milljónir evra.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 8,3 milljónir evra og jókst um 9%.

Rekstrarhagnaður (án fjármagnsliða) var 1 milljón evra og jókst um 270%.

Handbært fé frá rekstri nam 5,7 milljónum evra.

Þar sem stærsta lán félagsins er í íslenskum krónum og félagið gerir upp í evrum myndast verulegt gengistap við styrkingu íslensku krónunnar.   Í ár nemur þetta tap um 3,5 milljónum evra og heildarfjármagskostnaður félagsins var 7 milljónir evra.  Tap félagsins varð því 6 milljónir evra.  Eiginfjárhlutfall félagsins er 41%.

Farice er fyrirtæki á sviði gagnaflutninga- og fjarskiptasambanda við útlönd og er hluti af innviðum Íslands og ein af grunnstoðum íslensks samfélags.  Fyrirtækið rekur tvo sæstrengi á milli Íslands og Evrópu og kaupir framhaldssambönd á landi og býr þannig til samskiptakerfi fyrir Ísland sem tengist öðrum  samskiptakerfum í helstu tengistöðvum í Evrópu.

Eins og á síðustu árum gekk kerfisrekstur félagsins vel og ekkert rof varð á sambandi Íslands við umheiminn.  Endabúnaður sæstrengja félagsins var endurnýjaður fyrir nokkrum árum sem margfaldar flutningsgetu kerfisins og félagið því vel í stakk búið til að mæta þörf fyrir aukna bandvídd gagnavera og almennra notenda. Verðskrár félagsins voru lækkaðar frá s.l. áramótum til að koma til móts við kröfur markaðarins.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Ómar Benediktsson 585 9701


Attachments

Farice Financial Statements 2015 áritaður (2).pdf