Fjármál Reykjaneshafnar


Í tilkynningu Reykjaneshafnar dags. 16. febrúar 2016 kom fram að allir þekktir kröfuhafar Reykjaneshafnar sem ættu skuldbindingar sem væru fallnar í gjalddaga hefðu samþykkt að veita greiðslufrest og kyrrstöðutímabil til og með 15. mars 2016.

Síðastliðnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli Reykjaneshafnar og kröfuhafaráðs með það að augnamiði að endurskipuleggja fjármál Reykjaneshafnar og er sú vinna enn yfirstandandi. Útséð er að lausn við greiðsluvanda Reykjaneshafnar náist ekki innan fyrrnefndra tímarka og samþykkti Stjórn Reykjaneshafnar á fundi þann 14. mars s.l., að óska eftir framlengdum greiðslufresti og kyrrstöðutímabili hjá kröfuhöfum sínum til 15. apríl n.k.