HS Orka hf. birtir árshlutareikning fyrir fyrri helming ársins 2016


Stjórn HS Orku hf. samþykkti á fundi sínum í dag árshlutareikning fyrirtækisins fyrir fyrri helming ársins 2016. Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, IFRS og er í íslenskum krónum. Árshlutareikninginn má finna á vefsíðu fyrirtækisins http://www.hsorka.is

Helstu atriði árshlutareikningsins eru þessi:

Hagnaður tímabilsins nam 1.278 milljónum en á sama tímabili 2015 var hagnaður af rekstri 142 milljónir. Rekstartekjur námu 3.507 milljónum (H1 2015: 3.824 milljónir) Helsta skýring á lækkun rekstrartekna er lækkun álverðs og minni sala rafmagns til fiskimjölsverksmiðja vegna lakrar loðnuvertíðar.

Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 874 m.kr. en voru neikvæðir um 1.568 m.kr. á sama tímabili  árið 2015. Hækkun á virði afleiða (framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengjast álverði) er meginorsök breytingarinnar, en þeir voru jákvæðir um 841 m.kr. á fyrstu sex mánuðum 2016 en lækkuðu um 1.239 m.kr. á sama tímabili 2015. Áhrif gengisbreytinga voru jákvæð um 150 m.kr. en voru neikvæð um 282 m.kr. á sama tímabili 2015.

Heildarhagnaður nam 1.193 milljónum á fyrri helmingi ársins 2016 samanborið við hagnað upp á 75 milljónir á sama tímabili 2015.

Eiginfjárhlutfall 30. júní 2016 er áfram mjög hátt eða 62,3% en var í árslok 2015 58,6%.

Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku hf. í síma 855 9301.


Attachments

HS Orka hf. - Financial Statements 30 June 2016 Final.pdf