HS Veitur hf. gefa út nýjan skuldabréfaflokk – HSVE 310138


HS Veitur hf. hefur nú lokið við sölu á nýjum skuldabréfaflokk HSVE 310138 en flokkurinn er gefin út í tengslum við fjármögnun félagsins á fjárfestingum í nýjum verkefnum og til að mæta lokagjalddaga HSVE 08 1.

HSVE 310138 er verðtryggt jafngreiðslubréf til 20 ára og ber 2,98% nafnvexti með greiðslum tvisvar á ári. Stefnt var að taka tilboðum fyrir allt að 3.500 milljónum króna með möguleika á því að stækka heildarútgáfu flokksins í allt að 5.500 milljónir króna síðar á árinu 2018. Heildareftirspurn eftir skuldabréfaflokknum var 6.870 milljónir króna. Var ákveðið að taka tilboðum að nafnverði 5.500 milljónir króna og var skuldabréfið selt á pari.

Skuldabréfin verða gefin út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og er útgáfudagur bréfanna 31. janúar 2018. Stefnt er að skráningu flokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. eigi síðar en 31. desember 2018.

Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.

Eftirlitsaðili skuldabréfaflokksins HSVE 310138 er Deloitte ehf.

Nánari upplýsingar veitir:

Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna hf

Sími: 860 5208