Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017


Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 7. mars 2018 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra.   Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að síðari umræða fari fram miðvikudaginn 21. mars 2018.

Helstu niðurstöður.

  • Rekstrarafkoma Fljótsdalshéraðs árið 2017 var jákvæð um 200 millj. kr. samkvæmt samstæðureikningi sveitarfélagsins en fjárhagsáætlun 2017 með viðaukum gerði ráð fyrir 146 millj. kr. rekstrarafgangi.  Rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 124 millj. kr. en fjárhagsáætlun með viðaukum gerði ráð fyrir 98 millj. kr. rekstarafgangi. 
     
  • Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir, fjármagnsliði og tekjuskatt (EBITDA)  í samstæðureikning Fljótsdalshéraðs var  jákvæð um 839 millj. kr. á árinu 2017 eða um 20% í hlutfalli af rekstartekjum.  
  • Í A hluta nam EBITDA 560 millj. kr. á árinu 2017 eða um 15% í hlutfalli af rekstartekjum.
     
  • Hrein fjármagnsgjöld námu  343 millj. kr. í samstæðu A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 368 millj. kr.  Hrein fjármagnsgjöld A hluta námu 261 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir 263 millj. kr.
     
  • Veltufé frá  rekstri nam 634 millj. kr. á árinu 2017 í samstæðu A- og B hluta eða 15% í hlutfalli af rekstartekjum.  Veltufé frá rekstri í A hluta nam 422 millj. kr. eða 11% í hlutfalli af rekstartekjum.
     
  • Eigið fé var jákvætt í árslok 2017 um 696 millj. kr. í samstæðu A- og B hluta að teknu tilliti til hlutdeildar minnihluta.  Eigið fé A hluta var jákvætt um 479 millj. kr. í árslok 2017.
     
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu A- og B hluta námu í árslok 2017 um 8.143 millj. kr. og lækka um 177 millj. kr. frá árinu 2016.  Skuldaviðmið skv. reglugerð um fjárhagsleg viðmið fyrir samstæðureikning A og B hluta er 163% í árslok 2017  en  skal skv. sveitarstjórnarlögum vera 150%. 
  • Samkvæmt aðlögunaráætlun sem Fljótsdalshérað samþykkti árið 2012 og tók til endurskoðunar á árinu 2014, er það markmið sveitarfélagsins að skuldaviðmiðið verði komið niður fyrir  150% árið 2019.  Afkoma ársins 2017 og þróun verðbólgu undanfarin misseri eykur verulega væntingar um að það markmið gangi eftir á tilsettum tíma. 
  • Samanlögð heildarútgjöld til rekstrar vegna A og B-hluta í reikningsskilum sbr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga skulu á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum (jafnvægisreglan).  Samkvæmt ársreikningi 2017 nema rekstartekjur áranna 2015-2017 um 496 millj. kr. umfram rekstargjöld. 
     
  • Skuldir og skuldbindingar í A hluta nema 4.981 millj. kr. í árslok 2017 og lækkuðu um 185 millj. kr. frá árinu 2016.   Skuldaviðmið A hluta er 124% í árslok 2017.
     
  • Rekstartekjur sveitarfélagsins námu 4.277 millj. kr. á árinu 2017 sem er 299 millj. kr. hærra en árið 2016 eða 7,5% hækkun tekna á milli ára.   Þar af námu útsvarstekjur og fasteignaskattar 2.057 millj. kr. sem er 158 millj. hækkun á milli ára eða 8,3%.  Greiðslur úr Jöfnunarsjóði námu 1.265 millj. kr. með framlagi vegna málefna fatlaðra sem er 122 millj. kr. hækkun á milli ára eða 11%.   Aðrar rekstartekjur námu 956 millj. kr. og nemur hækkun á milli ára 12 millj. kr. eða 1%.
     
  • Launakostnaður sveitarfélagsins  nam 2.219 millj. kr. sem er um 269 millj. kr. hækkun frá árinu 2016 og nemur hlutfallsleg hækkun um 13,8%.  Þar af hækkaði útreiknuð lífeyrisskuldbinding sveitarfélagsins um 44 millj. kr. frá fyrra ári.  Framlög vegna uppgjörs A deildar Brúar lífeyrissjóðs nemur 116 millj. kr. og er einskiptist gjaldfærsla sem færist á árinu 2017 og hefur veruleg áhrif á rekstarniðurstöðu og framlegð þegar borið er saman við ársreikning fyrir árið 2016.   Launakostnaður á árinu 2017 var 22 millj. kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir sem þýðir hækkun umfram áætlun um tæpt 1%.   Reiknuð hækkun lífeyrisskuldbindingar LSR var 3 millj. kr. undir áætlun.
     
  • Annar rekstarkostnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 1.220 millj. kr. á árinu 2017 sem er hækkun um 116 millj. kr. frá árinu 2016 eða 10,5% hækkun á milli ára.  Hluti af þeirri hækkun eru einskiptis útgjaldaliðir en þar eru stærstu liðir 9,5 millj. stofnframlag til Hússjóðs Brynju og tæpar 20 millj. vegna beins kostnaðar við Unglingalandsmót UMFÍ.
                 
  • Hrein fjármagnsgjöld A hluta  námu 260 millj. kr. samanborið við 298 millj. kr. á árinu 2016.
     
  • Fræðslumál eru langstærsti málaflokkurinn en til hans runnu 1.764 millj. nettó á árinu 2017 eða 52% af skatttekjum sem er hækkun um 133 millj. kr. frá árinu áður.  Til félagsþjónustu var veitt 512 millj.kr. og eru þar meðtalin málefni fatlaðs fólks sem sveitarfélagið hefur sinnt frá og með árinu 2011.   Hækkun á milli ára nemur 26 millj. kr. Íþrótta- og æskulýðsmál eru þriðja stærsta verkefni sveitarfélagsins en til þeirra mála var varið um 284 millj.kr.  Hækkun á milli ára nemur 20 millj. kr. og vegur kostnaður vegna Unglingalandsmóts þar stórt.
     
  • Áætlanir sveitarfélagsins fyrir tímabilið 2018-2021 gera svo ráð fyrir að framlegðarhlutfall í rekstri sveitarfélagsins haldist miðað við rauntölur 2017 og á árinu 2018 verði veltufé frá rekstri jákvætt um 706 millj. kr. á meðan næsta árs afborganir af skuldbindingum  nema 496 millj. kr. skv. ársreikningi 2017.   Rekstrarafkoma Fljótsdalshéraðs stendur ríflega undir greiðslubyrði lána og er það markmið sveitarfélagsins að sú þróun haldist í  langtímaáætlunum sveitarfélagsins. 
                 
  • Fjárfestingar samkvæmt samstæðureikningi Fljótsdalshéraðs námu 280 millj.kr. á árinu 2017.
                 
  • Fjárfestingar Eignasjóðs námu nettó um 144 millj. kr.   Þar af var 24 millj. varið til Fellaskóla, 16 millj. til kaupa á nýjum þjónustubíl fyrir ferðaþjónustu fatlaðra, 15 millj. kr framlag til forhönnunar á fimleikahúsi, tæpar 11 millj. kr. til kaupa á nýjum þjónustubíl áhaldahúss, 8 millj. kr. varið í Safnahúsið á Egilsstöðum, tæpar 8 millj. kr. til kaupa á nýjum snjótroðara í Stafdal, til urðunarstaðarins á Tjarnarlandi var varið 5 millj. kr. og tæpar 4 millj. fóru í lokafrágang vegna endurnýjunar á þaki Tjarnarás 9 (áhaldahús.  Fjárfestingar í gatnakerfi og deiliskipulagi námu um 51 millj. kr.  Fjárfestingar hjá Ársölum bs. Námu 5 millj. kr., hjá Brunavörnum á Héraði námu fjárfestingar 5,5 millj. kr. og í Félagslegum íbúðum námu fjárfestingar 2,5 millj. kr.  Aðrar fjárfestingar námu 2,7 millj. kr.    Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að 216 millj. kr. yrði varið til fjárfestinga á árinu 2017.
     
  • Hitaveita Egilsstaða og Fella varði  122 millj. til fjárfestinga á árinu 2017.


Fjárhagsáætlun 2018 - 2021:

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti 3ja ára áætlun fyrir sveitarfélagið á fundi sínum þann 15. nóvember 2017. Þar er gert ráð fyrir jákvæðum rekstarafgangi öll árin 2018 til 2021.

Fljótsdalshérað samþykkti á árinu 2012 aðlögunaráætlun í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012, þar sem sett var fram áætlun um hvernig sveitarfélagið muni ná þeim skuldaviðmiðum sem sveitarstjórnarlög og umrædd reglugerð kveða á um.   Samkvæmt þeirri áætlun ásamt síðari breytingum er gert ráð fyrir að sveitarfélagið uppfyllti fjármálareglur sveitarfélaga í árslok 2019. 

Áframhaldandi afkomubati á yfirstandandi ári mun leggja grunn að bættri afkomu árin 2019, 2020 og 2021.  Þannig verður greiðsluhæfi sveitarfélagsins tryggt til framtíðar gagnvart þeim skuldbindingum sem á því hvíla, auk þess verður kleift að ráðast í þær fjárfestingar sem gera æskilega framtíðarþróun samfélagsins mögulega.

Með hliðsjón af þeim árangri sem þegar hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins, og lesa má m.a. úr ársreikningi síðasta árs, er full ástæða til að ætla að settum markmiðum verði náð.

Að öðru leiti er vísað til ársreiknings 2017 sem verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins og  samþykktrar fjárhagsáætlunar 2018-2021 sem bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt.


 

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs 2017_bæjarráð sign 7.03.2017


Attachments

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs 2017_bæjarráð sign 7.03.2017