HSVE 13 01 - Boð á fund skuldabréfaeiganda


Fundarboð

29. maí 2018

Með vísan til ákvæða skuldabréfsins HSVE 13 01 („skuldabréfið“) boða HS Veitur hf. („HS Veitur“, „útgefandi“) til fundar eigenda skuldabréfsins sem haldinn verður klukkan 9:00 þann 12. júní 2018 á 9. hæð í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, Hagasmára 3, 201 Kópavogi.

Dagskrá fundarins:

  1. Tillaga um skilmálabreytingu skuldabréfsins um eiginfjárkvöð.
  2. Tillaga um skilmálabreytingu skuldabréfsins um takmörkun á vaxtaberandi skuldum.

Meðfylgjandi fundarboði þessu er tillaga útgefanda sem tekin verður fyrir sem og umboðseyðublað.

Skráning fundargesta, afhending atkvæðisseðla og annarra fundargagna verður á fundarstað frá klukkan 8:30 á fundardegi.

Samkvæmt ákvæði skuldabréfsins um skilmálabreytingu skal ákvörðun um skilmálabreytingu tekin á fundi skuldabréfaeigenda en til fundarins skal boðað með tveggja vikna fyrirvara að lágmarki. Er fundur skuldabréfaeigenda lögmætur og ákvörðunarbær ef til hans er boðað með réttum hætti. Ákvörðun um skilmálabreytingu telst samþykkt hafi 85% skuldabréfaeigenda, miðað við fjárhæð, veitt samþykki sitt.

Frekari upplýsingar veita:

Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS Veitna, s. 860 5208


Viðhengi


Attachments

HSVE 13 01 - Tillögur fyrir fund skuldabréfaeigenda HSVE 13 01 - Umboðseyðublað