HS Veitur: Niðurstöður fundar eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum HSVE 13 01


Niðurstöður fundar eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum HSVE 13 01 sem haldinn var þriðjudaginn 12. júní 2018 klukkan 9:00.

  1. Ákveðið var að breyta skilmála skuldabréfsins um eiginfjárkvöð þannig að hún verði eftirleiðis:

Skuldabréfaeigendur hafa heimild til að gjaldfella skuldabréfið komi í ljós við birtingu uppgjörs að eiginfjárhlutfall sé undir 35%, miðað við uppgjörsdag og útgefandi bætir ekki úr innan 30 daga. Fari eiginfjárhlutfall á einhverjum tímapunkti niður fyrir 20% er útgefanda skylt að upplýsa skuldabréfaeigendur samstundis og er skuldabréfaeigendum þá heimilt að gjaldfella skuldina bæti útgefandi ekki úr innan 5 daga. Við útreikning á eigin fé skal lækka mat óskráðra eigna ef verðmæti slíkra eigna, hvort sem slíkar eignir eru í eigu útgefanda eða annarra, eru seldar á lægra verði en bókfærðu virði þeirra hverju sinni. Ef skráðar eignir eru í óskráðu dótturfélagi útgefanda skal eigi meta dótturfélagið á hærra verði en markaðsverði undirliggjandi eignar eins og undirliggjandi eign er metin á markaði. Óefnislegar eignir umfram 5% af heildareignum útgefanda koma til frádráttar á útreikningi eigna og eigin fjár við útreikning eiginfjárhlutfalls. Eiginfjárhlutfall er reiknað með því að deila eigin fé við heildareignir útgefanda.

  1. Ákveðið var að breyta skilmála skuldabréfsins um takmörkun á vaxtaberandi skuldum þannig að hún verði eftirleiðis:

Útgefandi skuldbindur sig til að takmarka vaxtaberandi skuldir þannig að nettó vaxtagreiðslur (greiddir vextir langtímalána að frádregnum vaxtatekjum) yfir 12 mánaða tímabil verði ekki hærri en sem nemur 40% af aðlöguðum rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsliði og skatta yfir sama 12 mánaða tímabil (e. Normalized EBIT).

Frekari upplýsingar veita:

Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS Veitna, s. 860 5208