Þann 12. júní 2018 hélt RARIK ohf. útboð á nýjum skuldabréfaflokki með auðkennið RARIK 150538 og var stefnt að því taka tilboðum að fjárhæð á bilinu 3 til 6 milljarðar króna.
Heildareftirspurn í útboðinu var góð en alls bárust tilboð að nafnverði 8.980 milljónir króna með ávöxtunarkröfu á bilinu 2,68% til 3,06%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnverði 4.740 milljónir krónur á ávöxtunarkröfunni 2,70%.
Uppgjör viðskipta fer fram mánudaginn 18. júní 2018 og verður skuldabréfaflokkurinn gefinn út rafrænt hjá Nasdaq Verðbréfamiðstöð þann dag. Skuldabréfin eru til 20 ára og eru með jöfnum afborgunum, verðtryggð með vísitölu neysluverðs.
Íslandsbanki hefur umsjón með útgáfu og útboði skuldabréfanna.
Nánari upplýsingar veitir:
Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri
Sími: 528-9000