Lykill fjármögnun hf.: Árshlutareikningur samstæðu 1. janúar - 30. júní 2018


Afkoma Lykils fjármögnunar hf. fyrri hluta árs 2018



Stjórn Lykils fjármögnunar hf. samþykkti árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2018 þann 22. ágúst 2018.

Helstu lykiltölur árshlutareikningsins eru:

Heildar tekjur voru 1.009 m.kr. og hækkuðu um 6% frá sama tímabili á árinu 2017.

Vaxtatekjur á tímabilinu hækkuðu um 147 m.kr. frá sama tímabili í fyrra í samræmi við hækkun á vaxtaberandi eignum. Vaxtagjöld jukust um 178 m.kr. vegna aukinnar verðbréfa- og víxlaútgáfu auk þess sem erlend lántaka var greidd niður í samræmi við ákvæði lánssamnings. Hreinar vaxtatekjur lækkuðu því um 31 m.kr.

Rekstrarkostnaður var 601 m.kr. og hækkar um 15% frá sama tímabili í fyrra sem skýrist einkum af auknum umsvifum.

Hrein virðisbreyting var jákvæð um 598 m.kr. sem er 148% hækkun frá sama tímabili á árinu 2017.

Hagnaður tímabilsins fyrir tekjuskatt var 817 m.kr. sem er 67% hækkun frá sama tímabili á árinu 2017.

Arðsemi eigin fjár var 12,3% á ársgrundvelli.

Heildareignir í lok tímabilsins voru 32.777 m.kr. og jukust um 998 m.kr. frá 31.12.2017, eða 3,1%. Aukningin nam 3.499 m.kr. frá sama tímabili 2017, eða 12%.

Eigið fé í lok tímabilsins var 13.201 m.kr.

Reiknað eiginfjárhlutfall (CAD) er 42,1%.

Frekari upplýsingar um félagið má finna á eftirfarandi slóð:

https://www.lykill.is/starfsemi/fjarfestatengsl/

Viðhengi


Attachments

Árshlutareikningur samstæðu 06.18 undirritaður