Hagnaður af starfsemi RARIK nam 1.384 milljónum króna á fyrri helmingi ársins.
Rekstarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2018 var 1.711 milljónir króna.
Rekstrartekjur hækkuðu um rúm 16% frá fyrra ári, en rekstrargjöld með afskriftum hækkuðu um tæp 9%.
Hækkun rekstrartekna var meiri en gert var ráð fyrir í áætlunum, en rekstrargjöld voru heldur hærri.
Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 447 milljónir króna á tímabilinu, samanborið við 252 milljónir króna fyrri hluta ársins 2017. Er það í samræmi við áætlanir.
Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets voru jákvæð um 373 milljónir króna, samanborið við 257 milljónir króna á fyrri hluta síðasta árs.
Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður á tímabilinu 1.384 milljónir króna.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.659 milljónir króna eða 31,83% af veltu tímabilsins, samanborið við 27,5% af veltu á sama tímabili árið áður.
Hreint veltufé frá rekstri var 2.696 milljónir króna samanborið við 1.951 milljón króna á sama tímabili árið 2017.
Heildareignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2018 voru 63.939 milljónir króna og heildarskuldir námu 24.978 milljónum króna.
Eigið fé var 38.961 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 61%.
Í júnímánuði var farið í skuldabréfaútboð sem gekk vel og var tilboðum að upphæð 4.740 milljónum tekið á ávöxtunarkröfunni 2,7%.
Fjárfestingar ársins eru áætlaðar um 5.000 milljónir sem er meira en undanfarin ár.
Horfur í rekstri RARIK á árinu 2018 eru góðar. Gert er ráð fyrir að afkoma fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði í samræmi við áætlanir.
Miðað við gengisþróun undanfarna mánuði og verðbólguspár næstu mánaða verður heildarafkoma fyrirtækisins því jákvæð á árinu 2018.
Árshlutareikningur RARIK ohf er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.
Helstu stærðir samstæðureiknings eru sýndar í meðfylgjandi viðhengi.
Árshlutareikningur RARIK 1. janúar til 30. júní 2018 var samþykktur á fundi stjórnar þann 31. ágúst 2018.
Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 528-9000.
Viðhengi